Efni á netinu

Efni á netinu verður sífellt algengara og má finna í margskonar formi. Hér undir má finna snið fyrir vefsíður og blogg, samfélagsmiðla, PowerPoint glærur og hljóð- og myndefni af netinu. 

Vísun í samfélagsmiðla er heldur nýtilkomið form og getur innihaldið óhefðbundið málfar og stafsetningu, slóðir, myllumerki og tjákn. Titillinn, sem skal vera allt að fyrstu 20 orð færslunnar, skal haldið í upprunalega forminu, eins og hægt er, með tjáknum, myllumerkjum o.þ.h.

Vísun í helstu miðla fyrir hljóð- og myndefni, eins og kvikmyndir, sjónvarpsþætti og hlaðvörp, má finna hér að neðan en nánari upplýsingar um höfunda hljóð- og myndefnis má finna hér [höfundarsætið > nöfn höfunda]. 

Snið fyrir annað rafrænt efni, eins og bækur á netinu, rafrænar tímaritsgreinar, uppflettiorð í rafrænni orðabók o.s.frv. má finna undir viðeigandi flokki.

Öll dæmin nota einn höfund. Upplýsingar um marga höfunda hérna.

Dæmi

Snið A: Youtube

Nafn höfundar/hóps sem setti inn myndbandið. (ártal, dagur. mánuður). Titill myndbands [myndband]. Heiti vefsíðu. www.xx

Snið B: Ted fyrirlestur

Nafn höfundar. (ártal, dagur. mánuður). Titill fyrirlestrar [myndband]. Heiti vefsíðu. www.xx

Snið C: Hlaðvarp

Nafn aðalframleiðanda (aðalframleiðandi/umsjónarmaður). (tímabil útgáfu). Titill hlaðvarps [hlaðvarp]. Nafn framleiðslufyrirtækis. www.xx

Snið D: Kvikmynd

Nafn leikstjóra (leikstjóri). (ártal). Titill kvikmyndar [kvikmynd]. Nafn framleiðslufyrirtækis.

Snið E: Sjónvarpsþáttasería

Nafn aðalframleiðanda (aðalframleiðandi). (ártal). Titill sjónvarpsþáttasería [sjónvarpsþáttasería]. Nafn framleiðslufyrirtækis.

 

Tilvísanir

(Baltasar Kormákur og Magnús Viðar Sigurðsson, 2015) eða Baltasar Kormákur og Magnús Viðar Sigurðsson (2015)

(Guðný Halldórsdóttir, 2002) eða Guðný Halldórsdóttir (2002)

(Háskóli Íslands, 2020) eða Háskóli Íslands (2020)

(Vedantam, 2015-enn í gangi) eða Vedantam (2015-enn í gangi) (Wilson, 2020) eða Wilson (2020)

Fyrir nánari upplýsingar um höfunda hljóð- og myndefnis sjá hér [höfundarsætið > nöfn höfunda]

 

Heimildaskrá

Baltasar Kormákur og Magnús Viðar Sigurðsson (aðalframleiðendur). (2015). Ófærð [sjónvarpsþáttasería]. RVK Studios.

Guðný Halldórsdóttir (leikstjóri). (2002). Stella í framboði [kvikmynd]. Umbi.

Háskóli Íslands. (2020, 16. júní). Nýsköpun í kennslu – tekist á við COVID-19 [myndband]. Youtube. https://www.youtube.com/watch?v=kEEEXrl8Tig 

Vedantam, S. (umsjónarmaður). (2015- enn í gangi). Hidden brain [hlaðvarp]. NPR.  https://www.npr.org/series/423302056/hidden-brain?t=1593596353675

Wilson, R. (2020, maí). My secret to staying focused under pressure [myndband]. TED.  https://www.ted.com/talks /russell_wilson_my_secret_to_staying_focused_under_pressure

Snið A: Tíst á Twitter

Nafn höfundar/hóps [@notendanafn]. (ártal, dagur. mánuður). Titill tísts allt að tuttugu orð [tíst]. Heiti vefsíðu. www.xx

Snið B: Mynd eða myndband á Instagram

Nafn höfundar/hóps [@notendanafn]. (ártal, dagur. mánuður). Titill myndar/myndbands allt að tuttugu orð [tegund efnis]. Heiti vefsíðu. www.xx

Snið C: Facebook-færsla

Nafn höfundar/hóps. (ártal, dagur. mánuður). Titill færslu allt að tuttugu orð [tegund færslu]. Heiti vefsíðu. www.xx

Ef Facebook-færsla inniheldur myndir, myndbönd, vefslóð eða efni úr annarri Facebook-færslu (t.d. sem verið er að deila) skal það tekið fram í hornklofa á eftir titli færslu. Ef færslan inniheldur tjákn (e. emoji) skal þeim haldið ef hægt er.

 

Tilvísanir

(Alþingi, 2018) eða Alþingi (2018)

(Menntavisindasvid, 2020) eða Menntavisindasvid (2020)

(Ritver Háskóla Íslands, 2020) eða Ritver Háskóla Íslands (2020)

 

Heimildaskrá

Alþingi [@Althingi]. (2018, 18. júlí). Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, flytur ræðu á hátíðarfundi á Þingvöllum [tíst]. Twitter. https://twitter.com/althingi/status/1019601151304531968

Menntavisindasvið [@menntavisindasvid]. (2020, 10. júní). Við flytjum! Nýtt framtíðarhúsnæði Menntavísindasviðs mun rísa í Vatnsmýrinni innan fjögurra ára [mynd]. Instagram. https://www.instagram.com/p/CBQzoIOg-2w/

Ritver Háskóla Íslands. (2020, 1. júlí). Ritverið er komið í sumarfrí. Hafið það gott í sumar og sjáumst aftur í ágúst   [áföst mynd] [stöðuuppfærsla]. Facebook. https://www.facebook.com/ritverhi/photos/a.1453538508201079/2589471497941102/

Snið: PowerPoint glærur

Nafn höfundar. (ártal, dagur. mánuður). Titill glæra [PowerPoint glærur]. Heiti vefsíðu. www.xx

 

Tilvísun

(Gústaf Steingrímsson, 2018) eða Gústaf Steingrímsson (2018).

 

Heimildaskrá

Gústaf Steingrímsson. (2018, 31. október). Ferðaþjónustan hefur náð flughæð [PowerPoint glærur].
Landsbankinn. https://umraedan.landsbankinn.is/Uploads/Documents/Umraedan/Radstefnur/Hagspa-2018/Hagspa-2018-glaerur-Gustaf.pdf

Snið A: Vefsíður

Nafn höfundar. (ártal, dagur. mánuður). Titill greinar eða undirsíðu. Heiti vefsiðu. www.xx

Snið B: Blogg

Nafn höfundar. (ártal, dagur. mánuður). Titill færslu [bloggfærsla]. Heiti bloggsíðu. www.xx

Stundum getur átt við að skrá heiti vefsvæðis í höfundarsæti. Þetta á við ef ekki kemur skýrt fram hver er höfundur eða hver er ábyrgur fyrir vefsvæðinu eða efninu sem þar er birt. Ef enginn höfundur er skráður er nafn vefsíðunnar sett í höfundarsætið. Þá skráðum við nafn vefsíðunnar eingöngu þar og ekki í titilsætið.

Hér er að finna upplýsingar um hvernig efni af vefsíðum er skráð í heimildaskrá þegar upplýsingar vantar.

 

Tilvísanir

(Eiríkur Rögnvaldsson, 2019) eða Eiríkur Rögnvaldsson (2019)
(Hagstofa Íslands, e.d.) eða Hagstofa Íslands (e.d.)
(Háskóli Íslands, e.d.) eða Háskóli Íslands (e.d.)
(Lesvefurinn, 2007–2008) eða Lesvefurinn (2007–2008)
(Magnús Þorkelsson, 2012) eða Magnús Þorkelsson (2012)
(Skólavefurinn.is, 2000) eða Skólavefurinn.is (2000)
(Steinunn Torfadóttir, 2007–2008) eða Steinunn Torfadóttir (2007–2008)
(Stefán Gíslason, 2021) eða Stefán Gíslason (2021)

 

Heimildaskrá

Eiríkur Rögnvaldsson. (2019, 20. nóvember). Hver eru kynjahlutföll orða í íslensku? Vísindavefurinn. https://www.visindavefur.is/svar.php?id=77754

Hagstofa Íslands. (e.d.). Grunnskólanemendur með erlent móðurmál 1997-2012. http://hagstofa.is/PageID=2604&src=/temp/Dialog/varval.aspma=SKO02103%26ti=Grunnsk%F3lanemendur+me%F0+erlent+m%F3%F0urm%E1l+1997%2D2012+%26path=../Database/skolamal/gsNemendur /%26lang=3%26units=Fj%F6ldi/hlutfall

Háskóli Íslands. (e.d.). Forsíða. http://www.hi.is

Lesvefurinn. (2007–2008). Um vefinn. http://lesvefurinn.hi.is/um_vefinn

Magnús Þorkelsson. (2012, 13. ágúst). Brottfall er samfélagslegt vandamál. http://www.hi.is/brottfall_er_samfelagslegt_vandamal

Skólavefurinn. (2000). Samfélagsfræði. http://skolavefurinn.is/_opid/_valmynd/samfelagsfraedi/index.htm

Steinunn Torfadóttir. (2007–2008). Þróun lestrar. Lesvefurinn. http://lesvefurinn.hi.is/throun_lestrar

Stefán Gíslason. (2021, 22. ágúst). Sól á Trékyllisheiði [bloggfærsla]. Bloggsíða Stefáns Gíslasonar. https://stefangisla.com/2021/08/22/sol-a-trekyllisheidi/

Snið

Titill efnis. (ártal, dagur. mánuður). Wikipedia. www.xx

Hér er titilsæti skáletrað því litið er á að Wikipedia sé rafræn alfræðiorðabók frekar en vefur. Nánar um skáletur titilsætis.

Almennt er ekki mælt með því að vísað sé í efni af Wikipedia í fræðilegum skrifum.

 

Tilvísun

(uppeldisfræði, 2012) eða uppeldisfræði (2012)

 

Heimildaskrá

Uppeldisfræði. (2012). Wikipedia. http://is.wikipedia.org/wiki/Uppeldisfræði

Fjallað er um notkun gervigreindar í námi við Háskóla Íslands á sérstökum vef  en nemendur skulu gæta þess að ráðfæra sig við kennara ef þeir hyggjast nýta gervigreind í skrifum sínum. 

Í texta skal því lýst hvernig gervigreindin var notuð, hvaða skipun nemandinn gaf og hvaða texti kom til baka.

Texta sem búinn er til af gervigreind á að vísa til með sama hætti og hugbúnaðar skv. APA staðlinum.

Tilvísun

(OpenAI, 2023)

Heimildaskrá:
OpenAI. (2023). ChatGPT (14. mar. útgáfa) [Risamállíkan]. https://chat.openai.com/chat