Ritstjóri, þýðandi, inngangar og eftirmál

Sé um að ræða verk eftir einn höfund sem einhver annar hefur ritstýrt, tekið saman eða þýtt skal skrá nafn höfundar fremst.

Þar á eftir koma nöfn ritstjóra, þýðenda og annarra á eftir viðeigandi skýringu (t.d. ritstj. eða þýð.) í tilvísunum.

Í heimildaskrá er skrifað ritstýrt af og þýtt af á undan nöfnunum.

Dæmi

Höfundur er einn og einn eða fleiri ritsjóri, þýðandi eða umsjón er á útgáfunni.

Dæmi

Langar tilvísanir

9. Yves Bonnefoy, New and Selected Poems, ritstj. John Naughton og Anthony Rudolf (Chicago: University of Chicago Press, 1995).

10. Theodor W. Adorno og Walter Benjamin, The Complete Correspondence, 1928–1940, ritstj. Henri Lonitz, þýð. Nicholas Walker (Cambridge, MA: Harvard University Press, 1999).

11. Four Farces by Georges Feydeau, þýð. Norman R. Shapiro (Chicago: University of Chicago Press, 1970).

 

Stuttar tilvísanir

22. Bonnefoy, New and Selected Poems, 90.

23. Adorno, The Complete Correspondence, 1928–1940.

24. Four Farces by Georges Feydeau.

 

Heimildaskrá

Adorno, Theodor W. og Walter Benjamin. The Complete Correspondence, 1928–1940, ritstýrt af Henri Lonitz, þýtt af Nicholas Walker. Cambridge, MA: Harvard University Press, 1999.

Bonnefoy, Yves. New and Selected Poems, ritstýrt af John Naughton og Anthony Rudolf. Chicago: University of Chicago Press, 1995.

Feydeau, Georges. Four Farces by Georges Feydeau, þýtt af Norman R. Shapiro. Chicago: University of Chicago Press, 1970.

Sé enginn höfundur eða ritstjóri tilgreindur á titilsíðu eða forsíðu má stundum skrá útgefanda í höfundarstað.

Dæmi

Langar tilvísanir

1. University of Chicago Press, The Chicago Manual of Style,16. útg. (Chicago: University of Chicago Press, 2010), 14.

2. World Health Organization, WHO Editorial Style Manual (Genf: World Health Organization, 1993).

 

Stuttar tilvísanir

6. University of Chicago Press, The Chicago Manual of Style, 14.

7. World Health Organization, WHO Editorial Style Manual, 14.

 

Heimildaskrá

University of Chicago Press. The Chicago Manual of Style. 16. útgáfa. Chicago: University of Chicago Press, 2010.

World Health Organization. WHO Editorial Style Manual. Genf: World Health Organization, 1993.

Höfunda innganga, formála, aftanmálsorða, eftirmála og þess háttar er aðeins getið í tilvísunum og heimildaskrá ef það skiptir máli.

Taka þarf afstöðu til þessa í hvert skipti.

Dæmi

Löng tilvísun

1. F. A. Hayek, The Road to Serfdom, með nýjum inngangi eftir Milton Friedman (Chicago: University of Chicago Press, 1994).

 

Heimildaskrá

Hayek, F. A. The Road to Serfdom. Með nýjum inngangi eftir Milton Friedman. Chicago: University of Chicago Press, 1994.

Oft eru upplýsingar á titilsíðum, forsíðum eða fyrstu síðum verka sem má sleppa í heimildaskráningu.

Sem dæmi má nefna þegar á titilsíðu er að finna upplýsingar á borð við „unnið með aðstoð …“ eða „tekið saman með aðstoð …“. Þá má skrifa „með aðstoð“ og svo nöfn þessara aðila eða sleppa því að nefna þá.

Dæmi

Löng tilvísun

1. John B. Cullen, Old Times in the Faulkner Country, í samstarfi við Floyd C. Watkins (Chapel Hill: University of North Carolina Press, 1961), 18.

2. Marla Prather, Alexander Calder, 1898–1976, með framlagi frá Arnauld Pierre og Alexander S. C. Rower (New Haven, CT: Yale University Press, 1998), 22.

 

Stutt tilvísun

3. Cullen, Old Times, 33.

4. Prather, Alexander Calder, 132.

 

Heimildaskrá

Cullen, John B. Old Times in the Faulkner Country. Í samstarfi við Floyd C. Watkins. Chapel Hill: University of North Carolina Press, 1961.

Prather, Marla. Alexander Calder, 1898–1976. Með framlagi frá Arnauld Pierre og Alexander S. C. Rower. New Haven, CT: Yale University Press, 1998.