Titill verks
Grundvallarreglan er sú að titlar heildarverka skulu vera skáletraðir en titlar hluta úr verki, svo sem kafla eða greinar í tímariti, hafðir innan gæsalappa.
Stafsetning, skammstöfun og greinarmerkjasetning titla eiga að halda sér með örfáum undantekningum.
Orð sem skráð eru með fullum hástöfum í upphaflegum titli eiga að vera skráð með há- og lágstöfum í heimildaskrá. Breyta skal & í „og“.
Dæmi
Langar tilvísanir
1. Elizabeth Gilbert, Eat, Pray, Love: One Woman’s Search for Everything across Italy, India, and Indonesia (New York: Viking, 2006), 23.
2. Guðrún Helgadóttir, Sitji guðs englar (Reykjavík: Iðunn, 1983).
3. F. A. Hayek, The Road to Serfdom, með nýjum inngangi eftir Milton Friedman (Chicago: University of Chicago Press, 1994), 14.
Stuttar tilvísanir
16. Gilbert, Eat, Pray, Love, 23.
17. Guðrún Helgadóttir, Sitji guðs englar.
18. Hayek, The Road to Serfdom, 14.
Heimildaskrá
Gilbert, Elizabeth. Eat, Pray, Love: One Woman’s Search for Everything across Italy, India, and Indonesia. New York: Viking, 2006.
Guðrún Helgadóttir. Sitji guðs englar. Reykjavík: Iðunn, 1983.
Hayek, F. A. The Road to Serfdom. Með nýjum inngangi eftir Milton Friedman. Chicago: University of Chicago Press, 1994.
Íslenska titla skal skrá þannig að upphafsstafur titils, upphafsstafur undirtitils og öll sérnöfn skulu vera með hástaf.
Dæmi
Höfundur Íslands.
Í Guðrúnarhúsi: Greinasafn um bækur Guðrúnar Helgadóttur.
Sitji guðs englar.
Enska bókatitla og undirtitla skal skrá þannig að fyrsta og síðasta orð titilsins og undirtitils og öll meiri háttar orð séu með hástöfum.
Dæmi
In the Shadow of the Magic Mountain: The Erika and Klaus Mann Story.
The Fifth Miracle: The Search for the Origin and Meaning of Life How to Do It: Guides to Good Living for Renaissance Italians.
Á milli titils og undirtitils skal vera tvípunktur. Bil er á milli tvípunkts og undirtitils bæði í tilvísunum og heimildaskrá. Undirtitill á alltaf að byrja á hástaf.
Dæmi
Brynhildur Þórarinsdóttir og Dagný Kristjánsdóttir, ritstj. Í Guðrúnarhúsi: Greinasafn um bækur Guðrúnar Helgadóttur. Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands / Vaka-Helgafell.
Weiss, Andrea. In the Shadow of the Magic Mountain: The Erika and Klaus Mann Story. Chicago: University of Chicago Press, 2008.
Stundum eru tveir undirtitlar á verki. Þá er tvípunktur á undan þeim fyrsta en semíkomma á undan þeim seinni. Seinni undirtitill byrjar á hástaf eins og sá fyrri.
Dæmi
Sereny, Gitta. Cries Unheard: Why Children Kill; The Story of Mary Bell. New York: Metropolitan Books / Henry Holt, 1999.
Þegar orð/hugtök sem vanalega eru skáletruð koma fram í bókatitli, sem er skáletraður í heimildaskrá, skal ekki skáletra orðin/hugtökin.
Dæmi
Langar tilvísanir
1. Edward Peary Stafford, The Big E: The Story of the USS Enterprise (New York: Random House, 1962).
2. Detlef Weigel og Jane Glazebrook, Arabidopsis: A Laboratory Manual (Cold Spring Harbor, NY: Cold Spring Harbor Laboratory Press, 2002).
3. Gertrude van Wagenen og Miriam E. Simpson, Postnatal Development of the Ovary in Homo sapiens and Macaca mulatta and Induction of Ovulation in the Macaque (New Haven, CT: Yale University Press, 1973).
Stuttar tilvísanir
7. Edward Peary, The Big E.
8. Detlef og Glazebrook, Arabidopsis: A Laboratory Manual.
9. Wagenen og Simpson, Postnatal Development of the Ovary.
Heimildaskrá
Stafford, Edward Peary. The Big E: The Story of the USS Enterprise. New York: Random House, 1962.
Van Wagenen, Gertrude og Miriam E. Simpson. Postnatal Development of the Ovary in Homo sapiens and Macaca mulatta and Induction of Ovulation in the Macaque. New Haven, CT: Yale University Press, 1973.
Weigel, Detlef og Jane Glazebrook. Arabidopsis: A Laboratory Manual. Cold Spring Harbor, NY: ColdSpring Harbor Laboratory Press, 2002.
Titlar eldri verka mega halda upprunalegri greinarmerkjasetningu sinni og stafsetningu.
Gæsalappir hluti af titli
Ef gæsalappir eru hluti af titli bókar eiga þær að halda sér í skráningu heimildarinnar.
Athugð að ef útlendar gæsalappir (“ og “) eru hluti af titili skal ekki breyta þeim í íslenskar gæsalappir („ og “)
Dæmi
“An Artist Is His Own Fault”: John O’Hara on Writers and Writing.
Spurningarmerki og upphrópunarmerki í bókatitlum
Þegar megintitill endar á spurningamerki eða upphrópunarmerki er engum tvípunkti bætt við á undan undirtitlinum. Þegar spurningamerkið eða upphrópunarmerkið er innan gæsalappa á þó að vera tvípunktur á undan undirtitlinum.
Dæmi
What Time Is It? You Mean Now? Advice for Life from the Zennest Master of Them All, with Dave Kaplan.
Her Husband Was a Woman! Women’s Gender-Crossing and British Popular Culture.
Mjög langa titla má stytta í heimildaskrá og tilvísun. Þar sem fellt er út er tilgreint með þremur punktum innan titils og fjórum í endann.
Dæmi
Langar tilvísanir
1. Bernardino Escalante, A Discourse of the Navigation which the Portugales doe make to the Realmes and Provinces of the East Partes of the Worlde. . . . Þýð. John Frampton (London, 1579).
2. John Ray, Observations Topographical, Moral, and Physiological: Made in a Journey Through part of the Low- Countries, Germany, Italy, and France; With A Catalogue of Plants not Native of England . . . Whereunto is added A Brief Account of Francis Willughby, Esq., his Voyage through a great part of Spain ([London], 1673).
Stuttar tilvísanir
7. Escalante, A Discourse of the Navigation.
8. Ray, Observations Topographical, Moral, and Physiological.
Heimildaskrá
Escalante, Bernardino. A Discourse of the Navigation which the Portugales doe make to the Realmes and Provinces of the East Partes of the Worlde. . . . Þýtt af John Frampton. London, 1579.
Ray, John. Observations Topographical, Moral, and Physiological: Made in a Journey Through part of the Low- Countries, Germany, Italy, and France: with A Catalogue of Plants not Native of England . . . Whereunto is added A Brief Account of Francis Willughby, Esq., his Voyage through a great part of Spain. [London], 1673.
Ef nauðsynlegt er að þýða titil verks kemur þýðingin á eftir upprunalega titlinum og innan hornklifa, án skáleturs og gæsalappa.
Dæmi
Henryk Wereszycki, Koniec sojuszu trzech cesarzy [Endalok keisarabandalagsins]
Pirumova, Nataliia Mikhailovna. Zemskoe liberal’noe dvizhenie: Sotsial’nye korni i evoliutsiia do nachala XX veka [Zemstvo frelsishreyfingin: Félagslegar rætur og þróun til upphafs tuttugustu aldar]
Í heimildaskrá skal tilgreina upplýsingar um upprunalega útgáfu og endurprentanir ef þær skipta máli. Þessar upplýsingar eru ekki skráðar í tilvísanir.
Dæmi
Bernhardt, Peter. The Rose’s Kiss: A Natural History of Flowers. Chicago: University of Chicago Press, 2002. Fyrst gefið út 1999 hjá Island Press.
Fitzgerald, F. Scott. The Great Gatsby. New York: Scribner, 1925. Endurprentað með formála og glósum eftir Matthew J. Bruccoli. New York: Collier Books, 1992. Blaðsíðutilvísanir eru í útgáfuna frá 1992.