Upplýsingar um útgáfu

Upplýsingar um útgefanda og dagsetningu (ár) eru aftast í skráningu heimildar. Þessi atriði eru innan sviga í löngum tilvísunum en ekki í heimildaskrá. Dagsetningin er á eftir útgefandanum, á milli er komma.

Þetta er þó ekki algilt og undantekningar eru á öllum reglum. Stundum er röð liða breytt þegar það á við.

Hér má sem dæmi nefna þegar enginn höfundur er skráður fyrir verki. Þá er ritstjóri, stofnun eða jafnvel titill skráður í stað höfundar.

Í fyrri útgáfum Chicago átti að taka fram útgáfustað, en þessu var breytt í 18. útgáfu staðalsins. Ekki á lengur að taka fram útgáfustað, hvorki í tilvísunum né heimildaskrá.

 

Í langri tilvísun eru upplýsingar um útgáfu hafðar innan sviga.

Í stuttri tilvísun koma ekki fram upplýsingar um útgáfu.

Í heimildaskrá eru upplýsingar um útgáfu ekki hafðar innan sviga.

 

Athugið að þegar um er að ræða tímaritsgreinar eru ekki skráðar upplýsingar um útgefanda. Þetta á einnig við um ýmsar rafrænar heimildir og heimildir á netinu.

Þegar um er að ræða bækur sem gefnar voru út fyrir 1900 er ástættanlegt að sleppa nafni úgefandans og skrá aðeins dagsetningu útgáfunnar.

 

Dæmi

Langar tilvísanir

1. E. M. Forster, Howards End (Edward Arnold, 1910).

2. Oliver Goldsmith, The Vicar of Wakefield (1766).

 

Stuttar tilvísanir

6. Forster, Howards End.

7. Goldsmith, The Vicar of Wakefield.

 

Heimildaskrá

Forster, E. M. Howards End. Edward Arnold, 1910.

Goldsmith, Oliver. The Vicar of Wakefield, 1766.

Í fyrri útgáfum Chicago átti að taka fram útgáfustað, en þessu var breytt í 18. útgáfu staðalsins. Ekki á lengur að taka fram útgáfustað, hvorki í tilvísunum né heimildaskrá.

Aðeins er gefið upp árið sem bók kemur út, ekki mánuðurinn eða dagurinn. Taka skal fram við hvaða útgáfu bókarinnar er notast ef ekki er um fyrstu útgáfu að ræða. Þetta þarf ekki í stuttum tilvísunum.

Stundum eru gefnar upp nákvæmari tímasetningar hvað tímarit, viku- og mánaðir og dagblöð varðar sem og rafrænt efni og efni á vef.

Dæmi

Langar tilvísanir

3. Christopher Kendris og Theodore Kendris, 501 Spanish Verbs, 6. útg. (Barron’s Educational Series, 2007), 88.

4. Turabian, Kate L., A. Manual for Writers of Term Papers, Theses, and Dissertations, 7. útg., endurskoðað af Wayne C. Booth, Gregory G. Colomb og Joseph M. Williams (University of Chicago Press, 2007).

 

Stuttar tilvísanir

7. Kendris og Kendris, 501 Spanish Verbs, 88.
8. Turabian, A Manual for Writers.

 

Heimildaskrá

Kendris, Christopher og Theodore Kendris, 501 Spanish Verbs, 6. útgáfa. Barron’s Educational Series, 2007.

Turabian, Kate L. A Manual for Writers of Term Papers, Theses, and Dissertations. 7. útgáfa, endurskoðað af Wayne C. Booth, Gregory G. Colomb og Joseph M. Williams. University of Chicago Press, 2007.

Þegar ekki er hægt að tilgreina eða ekki er gefið upp hvaða ár verk kemur út er skrifað „án dagsetningar“ eða „á.d.“ þar sem annars væri skráð útgáfuárið. Ef líklegt þykir að verk hafi komið út tiltekið ár má skrá þá dagsetningu innan hornklofa með spurningarmerki á eftir.

Dæmi

Titill, á.d.
Titill, [1750?]

eða

Titill, á.d., u.þ.b. 1750

 

Væntanlegt

Þegar von er á bók frá úgefanda og titllinn er kominn en engin dagsetning er skráð „væntanlegt“ í stað dagsetningar.

Stundum er skrifað „í prentun“.