Upplýsingar um útgáfu

Upplýsingar um útgáfustað (borg), útgefanda og dagsetningu (ár) eru aftast í skráningu heimildar. Þessi atriði eru innan sviga í löngum tilvísunum en ekki í heimildaskrá.

Það er tvípunktur á milli staðar og útgefanda. Dagsetningin er á eftir útgefandanum, á milli er komma.

Upplýsingar um útgáfu koma ekki fram í stuttum tilvísunum.

Athugið að þegar um er að ræða tímaritsgreinar eru ekki skráðar upplýsingar um útgáfustað eða útgefanda. Þetta á einnig við um ýmsar rafrænar heimildir og heimildir á netinu.

Þegar um er að ræða bækur sem gefnar voru út fyrir 1900 er ástættanlegt að sleppa nafni úgefandans og skrá aðeins stað og dagsetningu útgáfunnar. Komma, ekki tvípunktur, er á eftir staðnum.

 

Dæmi

Langar tilvísanir

1. E. M. Forster, Howards End (London: Edward Arnold, 1910).

2. Oliver Goldsmith, The Vicar of Wakefield (Salisbury, 1766).

 

Stuttar tilvísanir

6. Forster, Howards End.

7. Goldsmith, The Vicar of Wakefield.

 

Heimildaskrá

Forster, E. M. Howards End. London: Edward Arnold, 1910.

Goldsmith, Oliver. The Vicar of Wakefield, Salisbury, 1766.

Yfirleitt kemur fram á titilsíðu bóka hvar þær eru gefnar úr. Oftast er um þá borg að ræða þar sem skrifstofur útgáfufyrirtækisins eru staðsettar.

Þegar ekki er vitað hvar verk var gefið út má skrifa „án staðar“ eða „á.s.“.

Dæmi

(á.s. Windsor, 1910)
(á.s. Jón Jónsson, 1920)

 

Þegar tvær eða fleiri borgir eru gefnar upp er eingöngu fyrsta borgin skráð.

Dæmi

Berkeley: University of California Press
Los Angeles: J. Paul Getty Trust Publications
New York: Macmillan
New York: Oxford University Press
Oxford: Clarendon Press

 

Ef borgin þar sem verk ef gefið út gæti verið lesendum ókunn eða ruglað saman við aðra borg má nefna ríki, sýslu eða land.

Hvað íslenskar heimildir varðar er nóg að nefna borgina.

Hér að neðan er listi yfir vinsælar bandarískar og breskar útgáfur og hvernig skal skrá þær.

Cambridge, MA: Harvard University Press
Cambridge, MA: MIT Press
Cheshire, CT: Graphics Press
Englewood Cliffs, NJ: Prentice Hall
Harmondsworth, UK: Penguin Books
Ithaca, NY: Cornell University Press
New Haven, CT: Yale University Press
Princeton, NJ: Princeton University Press
Reading, MA: Perseus Books
Washington, DC: Smithsonian Institution Press
Waterloo, ON: Wilfrid Laurier University Press

en

Cambridge: Cambridge University Press

Ef fylkið kemur fram í nafni útgefanda er skammstöfunin óþörf.

Aðeins er gefið upp árið sem bók kemur út, ekki mánuðurinn eða dagurinn. Taka skal fram við hvaða útgáfu bókarinnar er notast ef ekki er um fyrstu útgáfu að ræða. Þetta þarf ekki í stuttum tilvísunum.

Stundum eru gefnar upp nákvæmari tímasetningar hvað tímarit, viku- og mánaðir og dagblöð varðar sem og rafrænt efni og efni á vef.

Dæmi

Langar tilvísanir

3. Christopher Kendris og Theodore Kendris, 501 Spanish Verbs, 6. útg. (Hauppauge, NY: Barron’s Educational Series, 2007), 88.

4. Turabian, Kate L., A. Manual for Writers of Term Papers, Theses, and Dissertations, 7. útg., endurskoðað af Wayne C. Booth, Gregory G. Colomb og Joseph M. Williams (Chicago: University of Chicago Press, 2007).

 

Stuttar tilvísanir

7. Kendris og Kendris, 501 Spanish Verbs, 88.
8. Turabian, A Manual for Writers.

 

Heimildaskrá

Kendris, Christopher og Theodore Kendris, 501 Spanish Verbs, 6. útgáfa. Hauppauge, NY: Barron’s Educational Series, 2007.

Turabian, Kate L. A Manual for Writers of Term Papers, Theses, and Dissertations. 7. útgáfa, endurskoðað af Wayne C. Booth, Gregory G. Colomb og Joseph M. Williams. Chicago: University of Chicago Press, 2007.

Þegar ekki er hægt að tilgreina eða ekki er gefið upp hvaða ár verk kemur út er skrifað „án dagsetningar“ eða „á.d.“ þar sem annars væri skráð útgáfuárið. Ef líklegt þykir að verk hafi komið út tiltekið ár má skrá þá dagsetningu innan hornklofa með spurningarmerki á eftir.

Dæmi

Boston, á.d.
Edinburgh, [1750?]

eða

Edinburgh, á.d., u.þ.b. 1750

 

Væntanlegt

Þegar von er á bók frá úgefanda og titllinn er kominn en engin dagsetning er skráð „væntanlegt“ í stað dagsetningar.

Stundum er skrifað „í prentun“.