Útgefandi

Nafn útgefanda kemur strax á eftir útgáfustað í löngum tilvísunum og heimildaskrá.

Þegar útgefandi er óþekktur skal einungis skrá útgáfustað og dagsetingu.

Verk sem gefin eru út á eigin vegum skal skrá af svo mikilli nákvæmni sem framast er unnt.

Ekki þarf að skrifa orðið útgáfa, t.d. er nóg að skrifa JPV, ekki *JPV útgáfa. Sömuleiðis er nóg að skrifa Bjartur, ekki *Bjartur útgáfa.

Bæði má nota „og“ og „&“ í nafni útgefanda burtséð frá því hvernig það er skrifað á titilsíðu bókarinnar sjálfrar.

Dæmi

Langar tilvísanir

1. Brynhildur Þórarinsdóttir og Dagný Kristjánsdóttir, ritstj., Í Guðrúnarhúsi: Greinasafn um bækur Guðrúnar Helgadóttur (Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands / Vaka-Helgafell, 2005), 67

2. Andrea Weiss, In the Shadow of the Magic Mountain: The Erika and Klaus Mann Story (Chicago: University of Chicago Press, 2008), 17.

 

Stuttar tilvísanir

5. Brynhildur Þórarinsdóttir og Dagný Kristjánsdóttir, Í Guðrúnarhúsi, 4.

6. Weiss, In the Shadow, 6.

 

Heimildaskrá

Brynhildur Þórarinsdóttir og Dagný Kristjánsdóttir, ritstj. Í Guðrúnarhúsi: Greinasafn um bækur Guðrúnar Helgadóttur. Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands / Vaka-Helgafell, 2005.

Weiss, Andrea. In the Shadow of the Magic Mountain: The Erika and Klaus Mann Story. Chicago: University of Chicago Press, 2008.

Hvað enskar heimildir varðar má í tilvísunum og heimildaskrá sleppa The úr heiti útgáfufyrirtækja.

Einnig á að sleppa skammstöfunum eins og Inc., Ltd. eða S.A. sem og Co, & Co, Publishing Co og þess háttar.

Fornafn eða upphafsstafir í fjölskyldunafni mega halda sér, t.d. Sons, Brothers og þess háttar. Books er vanalega látið halda sér (Basic books, Riverhead Books). Orðið press má stundum missa sína. Það má stytta orðið university ef það er gert alls staðar.

Dæmi

Houghton Mifflin ekki Houghton Mifflin Co.
Little, Brown ekki Little, Brown & Co.
Macmillan ekki Macmillan Publishing Co.

Ef um er að ræða verk sem gefið er út í samvinnu tveggja stofnana, samtaka eða skóla eða álíka skal skrá bæði/öll fyrirtækin og hafa / á milli. Bil er beggja vegna /.

Dæmi

Hanover, NH:University Press of New England / University of New Hampshire Press, 2004.

Sumar háskólaúgáfur gefa ákveðnar bækur út í gegnum ákveðna útgáfudeild eða sem sérstaka prentun. Í slíkum tilvikum má skrá þessa sérstöku prentun eða deild forlagsins á eftir nafni útgefandans og þá er / á milli með bili á milli hvoru megin.

Dæmi

Athens: Ohio University Press / Swallow Press, 2008.

Þegar verk kemur út samtímis hjá tveimur útgáfum

Þegar verk kemur út samtímis, eða svo gott sem, hjá tveimur útgáfum (yfirleitt í ólíkum löndum) er nóg að skrá annan útgefandann, þann sem skiptir meira máli í það skiptið.

Í einstaka tilvikum eru dagsetningar útgáfanna ekki þær sömu og þá þarf að skrá báðar útgáfurnar.

Ef bók er gefin út af einu fyrirtæki en dreift af öðru ætti að nota nafnið sem fram kemur á titilsíðunni.

Yfirleitt skiptir litlu máli hver dreifði bókinni en ef það er nauðsynlegt að nefna það má gera það aftast í skráningunni í heimildaskrá en er ekki skráð í tilvísunum.

Dæmi

Willke, Helmut. Smart Governance: Governing the Global Knowledge Society. Frankfurt am Main: CampusVerlag, 2007. Dreift af University of Chicago Press.