Skáletur
Titlar bóka og tímarita eru skáletraðir.
Dæmi
Bandura, A. (1986). Social foundations of thought and action: A social cognitive theory. New Jersey: Prentice-Hall.
Ragnhildur Bjarnadóttir. (1993). Leiðsögn – liður í starfsmenntun kennara. Reykjavík: Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands.
Í tvískiptu titilsæti er heildartitill verks skáletraður.
Dæmi
Dockett, S., Einarsdottir, J. og Perry, B. (2009). Researching with children: Ethical tensions. Journal of Early Childhood Research, 7(3), 283–298. doi:10.1177/1476718X09336971
Sigrún Aðalbjarnardóttir. (2002). Í eilífri leit – virðing og fagmennska kennara. Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun. Sótt af http:// netla.khi.is /greinar / 2002/005/03/index.htm
Ef höfundur eða ritstjóri að bók er ekki skráður fer titill bókarinnar í höfundarsæti og er áfram skáletraður.
Dæmi
Basic history of immigration. (2009). San Francisco: Migration Press.
Titlar bóka eða annars efnis, sem eiga að vera skáletraðir í heimildaskrá, eru líka skáletraðir ef þeir koma fyrir í lesmáli.
Dæmi
Í bókinni Nöfnum Íslendinga er að finna…
Bókin The Everyday Lives of Young Children: Culture, Class, and Child Rearing in Diverse Societies segir frá…
Tímaritið Journal of Education birtir niðurstöður rannsókna í menntavísindum.
Þegar nýtt lykilhugtak er kynnt er það skáletrað í fyrsta sinn sem það kemur fyrir.
Dæmi
Verkefni byrja á stuttum inngangi sem útskýrir viðfangsefni þeirra. Í inngangi er…
Tölfræðitákn eru skáletruð í lesmáli.
Dæmi
Tölfræðilega marktækur munur reyndist á milli kynja, t(54) = 5,43, p <0,001, og reyndust drengir með hærri einkunn en stúlkur.