Gæsalappir

Ef gæsalappir eru í titlum heimilda haldast þær óbreyttar í heimildaskrá.

 

Dæmi

North, S. M. (2011). Revisiting “The idea of a writing center”. Í C. Murphy og S. Sherwood (ritstjórar), The St. Martinʼs sourcebook for writing tutors (4. útgáfa, bls. 58–70). Boston: Bedford.

Anna Magnea Hreinsdóttir. (2009). „Af því að við erum börn“: Lýðræðislegt umræðumat á menntun barna og þjónustu fjögurra íslenskra leikskóla (óútgefin doktorsritgerð). Sótt af http://skemman.is/stream/get/1946/4331/12584/1/AMH_Af_%C3%BEv%C3%AD_a%C3%B0_vi%C3%B0_erum_b%C3%B6rn_fixed.pdf

Titlar í lesmáli, sem ekki eru skáletraðir í heimildaskrá, eru hafðir innan gæsalappa.

 

Dæmi

Í kvæðinu „Vornótt“ kemur fram …

Í greininni „Race, Culture and Ethnicity in Minority Research: A Critical Discussion“ segir höfundur frá því…

Í greininni „starfshæfni kennara frá sjónarhóli norrænna kennaranema” er fjallað um…

  • Gæsalappir eru notaðar til að afmarka stuttar orðréttar tilvitnanir (beinar tilvitnanir). Sjá: Langar og stuttar tilvitnanir.
  • Stundum eru gæsalappir notaðar til að afmarka vafasama orðmynd eða slettu í texta þegar höfundur hefur ekki betra orð á takteinum.