Hástafir

Í heitum bóka, bókakafla og tímaritsgreina á að nota hástafi í fyrsta orði, á eftir tvípunkti og ef um sérnafn er að ræða.

 

Dæmi

Tudge, J. (2008). The everyday lives of young children: Culture, class, and child rearing in diverse societies. New York: Cambridge University Press.

Buchanan-Barrow, E. (2005). Children’s understanding of the school. Í M. Barret og E. Buchanan-Barrow (ritstjórar.), Children’s understanding of society (bls. 17–38). East Sussex: Psychology Press.

 

Í enskum heitum tímarita á að nota hástafi í öllum orðum nema forsetningum, samtengingum og greinum sem eru þrír stafir eða minna.

 

Dæmi

Dein, S. (2006). Race, culture and ethnicity in minority research: A critical discussion. Journal of Cultural Diversity,13, 68–75.

Þegar um íslenska titla er að ræða eiga hástafir og lágstafir halda sér eins og þeir eru að því undanskildu að hástafur á alltaf að vera á eftir tvípunkti þegar um millifyrirsögn er að ræða. Annars á aldrei breyta lágstaf í hástaf.

Í enskum titlum bóka, bókakafla, tímarita og tímaritsgreina á að skrifa með hástaf öll orð nema forsetningar, samtengingar og greina sem eru þrír stafir eða minna.

 

Dæmi

Í bókinni The Everyday Lives of Young Children: Culture, Class, and Child Rearing in Diverse Societies kemur fram að…

Í bókarkaflanum „Children’s Understanding of the School“ kemur fram að …

Tímaritið Journal of Educational Research birtir greinar um …

Í greininni „Race, Culture and Ethnicity in Minority Research: A Critical Discussion“ segir höfundur frá því …