Orðabækur og alfræðiorðabækur
Alla jafna er látið nægja að vísa í vel þekktar orðabækur og alfræðiorðabækur í tilvísunum og þær ekki skráðar í heimildaskrá. Á þessu eru þó undantekningar og sé ákveðið að skrá bókina í heimildaskrá skal miða við grunnsniðið hér að ofan.
Skrá skal rafrænar orðabækur og alfræðiorðabækur með sambærilegum hætti og prentaðar bækur. Ef ekki er gefin upp útgáfudagur eða dagsetning þegar efninu var síðast breyt skal tiltaka dagsetninguna þegar efnið var sótt. Notið doi-númer ef það tiltækt, annars vefslóð.
Dæmi
Löng tilvísun
Titill bókar, úgáfa, tekið saman af/ritstýrt af Nafn (Útgáfustaður: Útgefandi, dagsetning), „Uppflettiorð“.
Stutt tilvísun
Titill bókar, „Uppflettiorð.“
Heimildaskrá
Titill bókar. útgáfa. Tekið saman af/ritstýrt af Nafn. Útgáfustaður: Útgefandi, dagsetning.
Langar tilvísanir
1. Encyclopaedia Britannica Online, „Sibelius, Jean,“ sótt 19. júlí 2008, http://original.britannica.com/eb/article-9067596.
2. The Times Style and Usage Guide, comp. Tim Austin (London: Times Books, 2003), „police ranks“ „postal addresses.“
3. MLA Style Manual and Guide to Scholarly Publishing, 3. útg. (New York: Modern Language Association of America, 2008), 6.8.2.
4. Diccionario de historia de Venezuela, 2. útg., 4. bindi (Caracas: Fundacion Polar, 1997), „bella“.
Stuttar tilvísanir
8. Encyclopaedia Britannica Online, „Sibelius, Jean.”
9. The Times Style and Usage Guide, „police ranks,“ „postal addresses.“
19. MLA Style Manual, 6.8.2.
20. Diccionario de historia de Venezuela, „bella“.
Heimildaskrá
Encyclopaedia Britannica Online. „Sibelius, Jean.“ Sótt 19. júlí 2008. http://original.britannica.com/eb/article-9067596.
Diccionario de historia de Venezuela. 2. útg. 4 bindi. Caracas: Fundacion Polar, 1997.
MLA Style Manual and Guide to Scholarly Publishing. 3. útg. New York: Modern Language Association of America, 2008.
The Times Style and Usage Guide. Tim Austin tók saman. London: Times Books, 2003.
Sumar orðabækur eru eignaðar einum eða fleiri höfundum. Þá eru nöfn höfunda skráð fremst í stað titils.
Dæmi
Löng tilvísun
1. Bryan A. Garner, Garner’s Modern American Usage (New York: Oxford University Press).
Stutt tilvísun
2. Garner, Garner’s Modern American Usage, „Double negatives“.
Heimildaskrá
Garner, Bryan A. Garner’s Modern American Usage. New York: Oxford University Press, 2003.
Séu færslur í alfræðiriti eignaðar ákveðnum höfundum ætti að skrá bókina, undir nafni höfundar þeirrar færslu sem notast var við, í heimildaskrá. Hægt er að nota sama snið og fyrir kafla í ritstýrðum bókum.
Dæmi
Langar tilvísanir
1. Olive Baldwin og Thelma Wilson, „Ann Catley (1745–1789),“ í Oxford Dictionary of National Biography (Oxford University Press, 2004–), sótt 8. október 2009, doi:10.1093/ref:odnb/4895.
2. Melissa Isaacson, „Bulls,“ í Encyclopedia of Chicago, ristýrt af Janice L. Reiff, Ann Durkin Keating og James R. Grossman (Chicago Historical Society, 2005), sótt 4. janúar 2009, http://www.encyclopedia.chicagohistory.org/pages/184.html.
Stuttar tilvísanir
3. Baldwin og Wilson, „Ann Catley (1745–1789).“
4. Isaacson, Melissa. „Bulls.“
Heimildaskrá
Baldwin, Olive og Thelma Wilson. „Ann Catley (1745–1789).“ Í Oxford Dictionary of National Biography. Oxford University Press, 2004–. Sótt 8. október 2009. doi:10.1093/ref:odnb/4895.
Isaacson, Melissa. „Bulls.” Í Encyclopedia of Chicago, ritstýrt af Janice L. Reiff, Ann Durkin Keating og James R. Grossman. Chicago Historical Society, 2005. Sótt 4. janúar 2009. http://www.encyclopedia.chicagohistory.org/pages/184.html.