Eitt bindi í safnriti

Gefið er upp númer bindisins og titill auk titils safnritsins sjálfs.

Ef bindin hafa ekki öll komið út sama ár skal aðeins gefa upp ártalið fyrir bindið sem vísað er til.

Stundum er almennur ritstjóri að heildarverki eða safnriti í heild sinni auk þess sem sérstakir höfundar/ritstjórar eru að einstökum bindum innan verksins.

Þegar vísað er til einstakra binda skal láta nafn þess ritstjóra eða höfundar fylgja þeim hluta sem hann ber ábyrgð á.

 

Dæmi

Löng tilvísun

Höfundur/ritstjóri, Titill bindis, ritstj., Nafn ritstjóra, nr. Bindi, Heiti safnrits (Útgáfustaður: Útgáfa, útgáfuár), blaðsíðutal.

Stutt tilvísun

Höfundur/ritstjóri, Titill bindis, blaðsíðutal.

Heimildaskrá

Höfundur/ritstjóri. Titill bindis, ritstýrt af nafn ritstjóra, nr. bindi, Heiti safnrits. Útgáfustaður: Útgáfa, útgáfuár.

Langar tilvísanir

1. Þorsteinn frá Hamri, Lagnætti á Kaldadal, 4. bindi, Þorsteinn frá Hamri: Ritsafn (Reykjavík: Mál og menning), 22.

2. Aldís Fjóla Borgfjörð Ásgeirsdóttir og Skúli Björn Gunnarsson, tóku saman, Austfirsk Grýlukvæði, 5, Austfirsk safnrit (Skriðuklaustur: Gunnarsstofnun, 2011), 19.

 

Stuttar tilvísanir

7. Aldís Fjóla Borgfjörð Ásgeirsdóttir og Skúli Björn Gunnarsson, Austfirsk Grýlukvæði, 23.

8. Þorsteinn frá Hamri, Lagnnætti á Kaldadal, 44.

 

Heimildaskrá

Aldís Fjóla Borgfjörð Ásgeirsdóttir og Skúli Björn Gunnarsson, tóku saman. Austfirsk Grýlukvæði, 5, Austfirsk safnrit. Skriðuklaustur: Gunnarsstofnun, 2011.

Þorsteinn frá Hamri. Lagnnætti á Kaldadal, 4. bindi, Þorsteinn frá Hamri: Ritsafn (Reykjavík: Mál og menning).