Uppsetning og röð heimilda

  • Heimildum á að raða í stafrófsröð eftir nafni fyrsta höfundar hvers verks eins og það er skráð í heimildaskránni (ritstjóri eða titill geta í sumum tilvikum komið í stað höfundar).
  • Ef sami höfundur á fleiri en eina heimild í skránni raðast þær í tímaröð (elsta verkið fyrst).
  • Ef sami höfundur á fleiri en eina heimild frá sama ári raðast þær eftir stafrófsröð titils og eru aðgreindar með a, b, c o.s.frv. Enskur ákveðinn greinir (the) hefur ekki áhrif á stafrófsröð.
  • Heimildir eftir höfund einan raðast á undan þeim heimildum sem hann hefur samið með öðrum.
  • Heimildir sem höfundur hefur samið með öðrum raðast eftir stafrófsröð næsta höfundar.
  • Ef sömu höfundar (tveir eða fleiri) eiga fleiri en eina heimild er verkunum raðað í tímaröð, elsta heimildin fyrst.
  • Ef sömu höfundar (tveir eða fleiri) eiga fleiri en eina heimild frá sama útgáfuári er heimildum raðað eftir stafrófsröð titils.
  • Við stafrófsröðun er ekki tekið mið af ákveðnum og óákveðnum greini (í ensku: a, an, the; í norrænum málum: en, den).
  • Hver heimild er sett upp með fyrstu línu hangandi.
  • Milli heimilda er aukið línubil – ekki auka línubil.
  • Það á ekki að tölusetja heimildir í heimildaskrá samkvæmt APA staðli.