Ritunaraðstoð fyrir erlenda nemendur
Ritver Háskóla Íslands býður erlendum nemendum skólans að hittast aðra hverja viku í Setbergi.
Hópurinn er hugsaður sem hópaðstoð þar sem nemendur koma með verkefni sem þeir eru að vinna að og fá aðstoð ef þess þarf og hitta aðra nemendur í sömu sporum.
Við höldum úti Fésbókarhóp þar sem við minnum á næstu fundi og nemendur geta spurt spurninga um fræðileg skrif á íslensku.
Sendu okkur póst á ritver@hi.is ef þú vilt vera með.