Viðtalsfundur
Viðtalsfundur er viðtal milli höfundar og ritunarráðgjafa, það getur verið einstaklingsviðtal eða hópviðtal.
Hægt er að panta:
- fjarfund eða staðfund
- klukkutíma eða hálftíma í senn
Tekið er á móti gestum ef ráðgjafi er laus, og þá miðað við hálftíma. Þú mátt koma eins oft og þú vilt vegna sama verkefnis.
Þú leggur fram hugmyndir þínar eða verk, og óskir um hvað þú vilt ræða. Þú þarft ekkert endilega að vera með efni í höndunum, það er nóg að hafa spurningu eða hugmynd — ritverið er til aðstoðar á öllum stigum ritunarferlisins:
- Sumir eru á byrjunarreit og ekki búnir að ákveða sig.
- Sumir hafa lesið ótal bækur og greinar og búnir að missa sjónar á upphaflegu markmiði.
- Sumir hafa skrifað 100 blaðsíður en eiga bara að skila 30.
- Sumir eru langt komnir og eru að pæla í uppsetningu og frágangi eða vilja láta lesa eitthvað yfir til öryggis.
- Sumum finnst gott að koma í ritverið af því þeim finnst gott að spjalla um verk sitt við einhvern sem getur spurt góðra spurninga og komið með gagnlegar ábendingar.
Margir uppgötva stuðning ritvers ekki fyrr en nokkrum dögum fyrir skil, og dauðsjá eftir að hafa ekki komið fyrr.
Þeir sem koma til ritvers snemma í ritunarferlinu, jafnvel meðan þegar þeir eru enn að velta fyrir sér ritgerðarefninu, koma aftur og aftur og fá stuðning jafnt og þétt á öllum stigum skrifanna.