Fjöldi höfunda í tilvísunum

Ef höfundar eru einn eða tveir eru nöfn beggja höfunda skráð í tilvísun.

Dæmi

(Agnar Þórðarson, 2000) eða Agnar Þórðarson (2000)
(Wegener og Petty, 1994) eða Wegener og Petty (1994)

Í seinni tilvísunum íslenskra höfunda er nóg að skrá fornafn:

(Agnar, 2000) eða Agnar (2000)

Ef höfundar eru þrír eða fleiri í tilvísun skal skrá nafn fyrsta höfundar í tilvísun og síðan „o.fl.“ á eftir.

(Horowitz o.fl., 1981) eða Horowitz o.fl. (1981)
(Jón Baldvin Hannesson o.fl., 2005) eða Jón Baldvin Hannesson o.fl. (2005)