Greinar og pistlar í dagblöðum
Þegar skráðar eru greinar úr dagblöðum koma fram nafn höfundar, titill greinar og nákvæm dagsetning, oftast eru blaðsíðutöl óþörf.
Ef dagblaðið kemur út í mörgum hlutum kemur fram nafn eða númer þess hluta sem vísað er til.
Sum erlend dagblöð koma út í mörgum útgáfum, þá er tekið fram um hvaða útgáfu ræðir.
Ef nafn höfundar kemur ekki fram stendur titill fremst.
Ef dagblaðið er rafrænt er vefslóð bætt við og ef þess er krafist er skráð hvenær efnið var sótt.
Dæmi
Löng tilvísun
Höfundur, „Titill greinar,“ Titill tímarits, dagsetning.
Stutt tilvísun
Höfundur, „Titill greinar,“ dagsetning.
Heimildaskrá
Höfundur. „Titill greinar.“ Titill tímarits, dagsetning.
Langar tilvísanir
1. Christopher Lehmann-Haupt, „Robert Giroux, Editor, Publisher and Nurturer of Literary Giants, Is Dead at 94,“ New York Times, 6. september 2008, New York útgáfa.
2. „Menning og munaður í Edinborg,“ Ferðir, Fréttablaðið, 28. júní 2014.
3. Julie Bosman, „Jets? Yes! Sharks? ¡Sí! in Bilingual ‘West Side,ʼ “ New York Times, 17. júlí 2008, sótt 14. apríl 2008 http://www.nytimes.com/2008/07/17/theater/17bway.html.
4. Mike Royko, „Next Time, Dan, Take Aim at Arnold,“ Chicago Tribune, 23. September 1992.
5. Haraldur Jónasson, „Lúgusjoppan lifir,“ Fréttatíminn, 28. júní 2014.
6. Daniel Mendelsohn, „But Enough about Me,“ New Yorker, 25. janúar 2010, 68.
Stuttar tilvísanir
13. Lehmann-Haupt, „Robert Giroux, Editor,“ 6. september 2008.
14. „Menning og munaður í Edinborg,“ 28. júní 2014.
15. Bosman, „Jets? Yes! Sharks?“ 17. júlí 2008.
16. Royko, „Next Time, Dan,“ 23. September 1992.
17. Haraldur Jónasson, „Lúgusjoppan lifir,“ 28. júní 2014.
18. Mendelsohn, „But Enough about Me,“ 25. janúar 2010, 68.
Heimildaskrá
Bosman, Julie. „Jets? Yes! Sharks? ¡Sí! in Bilingual ‘West Side.ʼ “ New York Times, 17. júlí 2008. Sótt 14. apríl 2008. http://www.nytimes.com/2008/07/17/theater/17bway.html.
Haraldur Jónasson. „Lúgusjoppan lifir.“ Fréttatíminn, 28. júní 2014.
Lehmann-Haupt, Christopher. „Robert Giroux, Editor, Publisher and Nurturer of Literary Giants, Is Dead at 94.“ New York Times, 6. september 2008, New York útgáfa.
Mendelsohn, Daniel. „But Enough about Me.“ New Yorker, 25. janúar 2010.
„Menning og munaður í Edinborg.“ Ferðir. Fréttablaðið,28. júní 2014.
Royko, Mike. „Next Time, Dan, Take Aim at Arnold.“ Chicago Tribune, 23. September 1992.
Margir reglulegir pistlar í dagblöðum hafa ákveðinn yfirtitil eða frasa sem svo fylgir pistlunum. Skrá má bæði titil hvers pistils og yfirtitil eða bara titil hvers pistils, til að spara pláss. Gætið þó samræmis.
Titill einstakra pistla er hafður innan gæsalappa en ekki yfirtitill.
Dæmi
Langar tilvísanir
1. Marguerite Fields, „Want to Be My Boyfriend? Please Define,“ Modern Love, New York Times, 4. maí 2008, http://www.nytimes.com/2008/05/04/fashion/04love.html.
2. Hildur Sverrisdóttir, „Reynslusaga úr stórborginni,“ Bakþankar, Fréttablaðið, 28. júní 2014.
Stuttar tilvísanir
1. Fields, „Want to Be My Boyfriend?“ 4. maí 2008.
2. Hildur Sverrisdóttir, „Reynslusaga úr stórborginni,“ 4. maí 2014.
Heimildaskrá
Fields, Marguerite. „Want to Be My Boyfriend? Please Define. “ Modern Love. New York Times, 4. maí 2008, http://www.nytimes.com/2008/05/04/fashion/04love.html.
Hildur Sverrisdóttir. „Reynslusaga úr stórborginni.“ Bakþankar. Fréttablaðið, 28. júní 2014.
Þegar ekki er skráður titill hvers einstakt pistils, heldur aðeins yfirheiti eru ekki notaðar gæsalappir.
Dæmi
Langar tilvísanir
1. Marguerite Fields, Modern Love, New York Times, 4. maí 2008, http://www.nytimes.com/2008/05/04/fashion/04love.html.
2. Hildur Sverrisdóttir, Bakþankar, Fréttablaðið, 28. júní 2014.
Stuttar tilvísanir
1. Fields, Modern Love, 4. maí 2008.
2. Hildur Sverrisdóttir, Bakþankar, 4. maí 2014.
Heimildaskrá
Fields, Marguerite. Modern Love. New York Times, 4. maí 2008, http://www.nytimes.com/2008/05/04/fashion/04love.html.
Hildur Sverrisdóttir. Bakþankar. Fréttablaðið, 28. júní 2014.
Annað efni í dagblöðum
Þegar vísað er í annað efni en greinar í dagblöðum þarf að koma fram um hvers konar efni er að ræða með útskýringu á eftir titli, til dæmis fréttatilkynning, auglýsing, viðtal eða gagnrýni.
Þegar vísað er í gagnrýni ýmis konar á fyrst skrá nafn þess sem ritar dóminn. Titil efnisins sem er gagnrýnt og höfund þess, framleiðanda eða listamann eftir því sem við á og upplýsingar um ritið þar sem dómurinn hefur birst.
Ef um er að ræða flutt verk svo sem leikrit eða tónleika kemur fram hvar og hvenær verkið var flutt.
Sömu reglur gilda um útskýringar á efni og þegar það birtist í tímaritum.
Langar tilvísanir
1. David Kamp, „Deconstructing Dinner,“ ritdómur um The Omnivore’s Dilemma: A Natural History of Four Meals, eftir Michael Pollan, New York Times, 23. apríl 2006, Sunday Book Review, sótt 7. maí 2006, http://www.nytimes.com/2006/04/23/books/review/23kamp.html.
2. „Bjössi málari kemur húsinu í stand!“ Fréttablaðið, smáauglýsing, 27. maí 2013.
3. Ingibjörg Gunnarsdóttir, „Vetrarvítamínið,“ viðtal eftir vidir@365.is, Fólk, Fréttablaðið, 27. nóvember 2012.
4. Ben Brantley, kvikmyndagagnrýni um Our Lady of Sligo, eftir Sebastian Barry, leikstýrt af Max Stafford-Clark, Irish Repertory Theater, New York, New York Times, 21. apríl, 2000, helgarútgáfa.
6. David Denby, kvikmyndagagnrýni um WALL-E, Disney/Pixar, New Yorker, 21. júlí 2008, sótt 4. desember 2008, http://www.newyorker.com/arts/critics/cinema/2008/07/21/080721crci_cinema_denby.
7. Allan Kozin, gagnrýni um flutning Timothy Fain (fiðla) og Steven Beck (píanó), 92nd Street Y, New York. New York Times, 21. apríl 2000, helgarútgáfa.
Stuttar tilvísanir
1. Kamp, „Deconstructing Dinner,“ 23. apríl 2006.
2. „Bjössi málari kemur húsinu í stand!“ 27. maí 2013.
3. Ingibjörg, „Vetrarvítamínið,“ 27. nóvember 2012.
4. Brantley, kvikmyndagagnrýni, 21. apríl, 2000, helgarútgáfa.
6. Denby, kvikmyndagagnrýni, 21. júlí 2008.
7. Kozin, gagnrýni, 21. apríl 2000.
Heimildaskrá
„Bjössi málari kemur húsinu í stand!“ Smáauglýsing. Fréttablaðið, 27. maí 2013.
Brantley, Ben. Kvikmyndagagnrýni um Our Lady of Sligo, eftir Sebastian Barry, leikstýrt af Max Stafford-Clark, Irish Repertory Theater, New York. New York Times, 21. apríl 2000, helgarútgáfa.
Denby, David. Kvikmyndagagnrýni um WALL-E, Disney/Pixar. New Yorker, 21. júlí 2008. Sótt 4. desember 2008. http://www.newyorker.com/arts/critics/cinema/2008/07/21/080721crci_cinema_denby.
Ingibjörg Gunnarsdóttir, „Vetrarvítamínið.“ Viðtal eftir vidir@365.is. Fólk. Fréttablaðið, 27. nóvember 2012.
Kamp, David. „Deconstructing Dinner.“ Ritdómur um The Omnivore’s Dilemma: A Natural History of Four Meals, eftir Michael Pollan. New York Times, 23. apríl 2006, Sunday Book Review. Sótt 7. maí 2006, http://www.nytimes.com/2006/04/23/books/review/23kamp.html.
Kozin, Allan. Gagnrýni um flutning Timothy Fain (fiðla) og Steven Beck (píanó), 92nd Street Y, New York. New York Times, 21. apríl 2000, helgarútgáfa.