Tilvitnun í myndefni

Það er leyfilegt að vísa til myndefnis og gilda þar sömu reglur og um tilvísanir til texta. Annað gildir hins vegar um að afrita eða nota myndefni með öðrum hætti. Með öðrum orðum: Strangari reglur gilda um það hvernig (og oft hvort) taka megi myndefni annarra og koma fyrir í eigin ritsmíð. Fáist leyfi til þess skal ávallt vísa til myndefnisins eins og annarra heimilda.

Oft er ætlast til þess og siðferðilega rétt að biðja höfund um leyfi til að nota myndina í eigin riti. Þetta er sérstaklega nauðsynlegt að gera þegar hugað er að útgáfu eða að efni sem ætlað er til opinberrar dreifingar.

Þá þarf alltaf að fá leyfi höfundar fyrir notkun myndefnis og oft þarf einnig að fá leyfi útgáfunnar. Þetta skiptir ekki síst máli ef ætlunin er að breyta útliti skýringarmyndar með einhverjum hætti eða til dæmis bæta inn orðum til skýringar eða áhersluauka.

Oft kemur fram í bókum, greinum, vefsíðum og öðrum heimildum hvort efni heimildarinnar megi afrita eða nýta með einhverjum hætti. Oft er lagt blátt bann við því og stundum kemur fram að efnið megi ekki afrita eða nota nema með skriflegu leyfi höfundar.

Á netinu er að finna aragrúa ljósmynda, teikninga, líkana, skýringarmynda o.s.frv. sem lítið mál að afrita og setja inn í eigið ritvinnsluskjal.

Það verður að fá leyfi til að nota myndir á netinu, alveg eins og myndir á prenti. Eigendur vefsvæða biðja fólk oft um að hafa samband áður en það nýtir sér efnið sem á síðunum er að finna.

Ef þú færð leyfi til að afrita eða nota ljósmynd annars höfundar með einhverjum hætti á að ská það í neðanmálsgrein.

Nemendur sem vinna að skólaverkefnum, stórum sem smáum, vísa oft til ýmiss konar myndefnis.

Skólaverkefni eru ekki ætluð til opinberrar birtingar og því gilda ef til vill ekki sömu reglur um þau og útgefin rit. Því er mælt með að nemendur ræði við kennara sína um hvernig þeir vilji að vísað sé myndefnis.

Oft nýta höfundar sér línurit, gröf og töflur annarra höfunda og fræðimanna. Þá er einnig oft vísað til teikninga, ljósmynda, uppdrátta og þess háttar.

Allt myndefni telst vera höfundarverk og vísa skal skýrt og greinilega til alls myndefnis. Geta skal bæði heimildar og höfundar. Vísa skal til myndefnis eins og allra annarra heimilda.

Eins og fram kemur skýringarmynd í bók Sigríðar Pétursdóttur (1978, bls. 21) hafa bananar hátt næringarhlutfall.

Í greinargerð Valdimars Jónssonar (2010) er það rökstutt að miklu skiptir að ökumenn bifreiða sýnir hjólreiðamönnum tillitsemi og er þetta ítrekað með ljósmyndum (sjá t.d. bls. 13 og 78).