Um fræðilegt tungutak
Verið velkomin í fræðilegt setningasafn Ritvers Háskóla Íslands og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Setningasafnið er hugsað sem stuðningur við fræðafólk sem skrifar á íslensku. Hér má finna ýmis tól sem notuð eru til að miðla rannsóknarniðurstöðum með skýrum hætti til lesenda.
Setningasafninu er skipt niður eftir köflum sem algengt er að finna í ritgerðum eða rannsóknarritgerðum. Höfundar geta því skoðað hvern kafla í setningasafninu til að glöggva sig á því hvernig hann er almennt byggður upp.
Setningarnar í safninu eru almenns eðlis. Höfundum er frjálst að nýta orðalagið án þess að slíkt teljist ritstuldur en þó þarf að hafa hugfast að stundum getur þurft að aðlaga setningarnar að þeim texta sem unnið er að hverju sinni.
Við hönnun setningasafnsins hugsuðum við sérstaklega til háskólanema, fræðafólks sem er að feta sín fyrstu skref í fræðasamfélaginu og þeirra sem hafa annað móðurmál en íslensku. Við vonum að setningasafnið nýtist þessum hópum og fleirum til og verði til þess að fræðileg íslenska dafni og blómstri.
Ef þú hefur einhverjar aðrar uppástungur varðandi dæmin, vinsamlegast hafdu samband.