Fræðilegur bakgrunnur

Fræðilegur bakgrunnur lýsir því hvað þegar er vitað um viðfangsefnið sem ritgerðin fjallar um. Höfundurinn leiðir lesandann í gegnum fyrri skrif eða kenningar sem hafa verið sett fram um viðfansefnið.

Þannig útskýrir höfundurinn helstu hugmyndir og kenningar sem geta hjálpað okkar að skilja efnið. Við útskýrum líka helstu kosti og galla þeirra rannsókna sem áður hafa verið gerðar.

 

 

Dæmi

  • Margir hafa síðustu árin velt fyrir sér spurningunni um … 
  • Fræðimenn hafa lengi velt fyrir sér spurningunni um … 
  • Um aldamótin vaknaði áhugi fræðimanna á að skoða …  

  • Yfirleitt er því haldð fram að … (Smith, 1982; Björg Halldórsdóttir, 1998) 
  • Rannsóknir á íslensku skólastarfi, eins og Gerðar G. Óskarsdóttur (2012), hafa sýnt að … 
  • Nýlegar rannsóknir/gögn sýna að/benda til að  … (Smith, 2015; Ólafur Ingimarsson, 2020) 
  • Nokkrir höfundar/fræðimenn/rannsakendur hafa reynt að sýna fram á að … (Albert, 2015) 
  • Rannsóknir á X hér á landi sýna talsverð frávik frá því sem greinst hefur erlendis … (Björg Halldórsdóttir, 2020) 
  • Sýnt hefur verið fram á að neysla X hefur umtalsverð áhrif á lífslíkur kvenna (Jones o.fl., 2001)

  • Sterkt marktækt samband er á milli X og Y … (Xing, 1998; Deng, 2004)  
  • Fundist hafa vísbendingar um að lífslíkur á svæði X séu meiri en á svæði Y en munurinn hefur ekki reynst marktækur í neinum rannsóknum fram að þessu (Anderson, 2021). 

Rannsakandi er í fyrirrúmi og stendur fremst sem frumlag

  • Hrefna (2010)  rannsakaði hegðun X í ákveðnu umhverfi …
  • .....................  greindi gögn um notkun X frá 72 löndum og dró þá ályktun að …  
  • .....................  fann sterk tengsl milli X og Y… 
  • .....................  sýndi fram á að X getur valdið mikilli kælingu … 
  • .....................  hefur nýlega sýnt fram á að unnt er að einangra X frá   

Rannsóknin sjálf er í fyrirrúmi  

  • Stutt könnun á dreifingu X í einum Y (Lilja, 1992) sýndi að... 
  • Fyrsta ítarlega rannsóknin á X (Pater o.fl., 1996) leiddi í ljós... 
  • Langtímarannsókn á Z (Þorbjörn, 2010) sýnir að notkun X hefur breyst í þá átt að … 
  • Rannsókn Guðrúnar o.fl. (2012) sýndi að … 

Viðfangsefni rannsóknar er í fyrirrúmi 

  • Áhrif X á Y voru fyrst rannsökuð í einu hverfi í Z-bæ árið 1980 (Jónas, 1984) 
  • Dreifing X var í forgrunni rannsóknar nokkurra vísindamanna við N-spítalann (Wang o.fl., 1999)  

 

  • Þetta sjónarmið kemur einnig fram hjá Clover (2020) sem rökstyður mál sitt með … 
  • Undir þetta tekur Björn (2011) í bók sinni X og bendir á … 
  • Gísli (1999) bendir á mikilvægi niðurstaðna Parrys (1980 og telur að ….   
  • Öfugt við Ingu (2010) er Ása (2012) ekki þeirrar skoðunar að …  
  • Þótt munur á X hafi komið fram í rannsóknum á aldrinum Y-Z ára  (Jóhanna, 2015) fundu Hrafnhildur o.fl. (2018) engan slíkan mun á X í rannsókn sinni á aldrinum Y-ára.  

  • Eins og Jón (2015) bendir á … en leggur áherslu á...
  • McKinnon (2010) minnir á … en tekur fram...
  • Steinunn (2018) hefur vakið athygli á... og fullyrðir að...
  • Pettit (2007) telur að... og rökstyður...

  • Að öllu saman lögðu sýna þessar rannsóknir að …. 
  • Almennt virðast fræðimenn á því að …  
  • Þær rannsóknir sem fjallað hefur verið um í þessum kafla benda eindregið til þess að … 
  • Þau gögn sem komið hafa fram hingað til virðast öll hníga í þá átt að …