Mikilvægt er að vanda frágang allra ritsmíða, stórra sem smárra og hvort sem þær eru ætlaðar til opinberrar birtingar eða eingöngu fyrir augu kennara. Þá skulu höfundar ritsmíða ávallt fylgja þeim fyrirmælum um frágang sem ritstjóri eða kennari leggur fram.

Ávallt skal gæta þess að ritsmíðar séu þægilegar aflestrar, samræmi í leturgerð og stærð leturs – bæði hvað varðar meginmál og kaflafyrirsagnir. Einnig þarf að huga að línubilum, skiptingu í efnisgreinar og þess háttar.

Einnig skiptir máli að samræmi sé í uppsetningu tilvísana og heimildaskrár og sama kerfi sé fylgt alla ritsmíðina út í gegn.

Hér eru lagðar til reglur byggðar á APA um frágang en nemendum er bent á að fylgja fyrirmælum kennara.

APA staðall um frágang
""
Mynd af mörgum trélitum.
Mynd af bókahillum
Fólk vinnur við tölvur í hvítu herbergi.
Mynd af manneskju að taka bækur af hillu
Bókasafnsverðir lesa yfir texta.
Share