Umræða
Umræðukafli kemur gjarna í beinu framhaldi af niðurstöðunum og þar gefst höfundi tækifæri til að ræða niðurstöðurnar í samhengi við þær kenningar sem ritgerðin hvílir á.
Umræðukafli hefur almennt þann tilgang að ígrunda niðurstöður rannsóknar og fræðilegt gildi þeirra. Slíkir kaflar geta orðið flóknir og þeim er gjarna skipt í undirkafla þar sem hver og einn þeirra fjallar um eitthvað afmarkað atriði í niðurstöðunum.
Dæmi
- Ýmsar rannsóknir hafa sýnt...
- Í fyrri rannsóknum hefur verið bent á mikilvægi þess að...
- Fyrri rannsóknir á X hafa ekki sýnt fram á með einhlítum hætti...
- Í fyrri rannsóknum var engin gögn að finna sem sýna fram á samband á milli X og Y...
- Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess/gefa til kynna að...
- Áhugaverðustu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að...
- Í þessari rannsókn kom í ljós að X orsakaði...
- Niðurstöðurnar sýndu ekki fram á...
- Þessar niðurstöður staðfesta að X tengist...
- Þessar niðurstöður eru í samræmi við það sem hefur áður komið fram...
- Samanburður á niðurstöðum þessarar rannsóknar og annarra staðfesta...
- Þessar niðurstöður eru í samræmi við niðurstöður rannsóknar Vilhjálms Árnasonar, 2018 en þar kom einnig fram...
- Það eru ákveðin líkindi á milli niðurstöðu þessarar rannsóknar og annarra rannsókna á X...
- Niðurstöður þessarar rannsóknar staðfesta ekki niðurstöður fyrri rannsókna...
- Þvert á niðurstöður fyrri rannsókna benti ekkert í gögnunum til þess að...
- Fyrri rannsóknir hafa bent til X, en niðurstöður þessarar rannsóknar gáfu til kynna...
- Ein möguleg skýring á þessu...
- Þetta gæti skýrt tengslin á milli X og Y...
- Þessar niðurstöður eru líklega tengdar...
- Þessi aukning á X gæti skýrst af...
- Það er hugsanlegt að þátttakendur hafi...
- Ástæða þessa er ekki augljóst, en hún gæti tengst...
- Sambandið á milli X og Y gæti skýrst af...
- Þó ætti að fara varlega í að draga ályktanir...
- Þessar niðurstöður komu þó ekki fram í öllum viðtölunum...
- Í þátttökurannsóknum er mögulegt að...
- Það er mikilvægt að hafa hugfast að X gæti haft áhrif á viðhorf þátttakenda...
- Smæð úrtaksins gerir það að verkum að fara þarf varlega í að draga ályktanir...
- Það má því draga þá ályktun...
- Ein afleiðing af þessu er...
- Eitt af því sem þessar niðurstöður hafa í för með sér...
- Þessar niðurstöður geta útskýrt...
- Niðurstöðurnar eru mikilvægt skref í að þróa áfram...
- Þetta er mikilvægt fyrir frekari rannsóknir...
- Enn eru margar spurningar sem ekki hefur verið svarað...
- Frekari rannsókna er þörf til að skýra betur...
- Því væru frekari rannsóknir á X mikilvægar...
- Ráðast þarf í frekari rannsóknir þar sem sérstaklega er hugað að þessum breytum...