Tilvitnanir og tilvísanir er að finna í lesmáli ritsmíða. Tilvitnun er það efni (orðrétt eða efnislegt) sem fengið er úr ákveðinni heimild. Tilvísunin vísar á heimildina í heimildaskrá.

Lesandi fræðilegrar ritsmíðar þarf að vita tvennt um uppruna þeirrar vitneskju sem hann les:

  • Hver sagði það, uppgötvaði það, rannsakaði það eða útskýrði það?
  • Hvenær var það sagt, uppgötvað, rannsakað eða útskýrt?

Mikilvægt er að gæta nákvæmni og samræmis við skráningu tilvísana og tilvitnana. Ekki má breyta merkingu tilvitnana og ekki má breyta orðréttum tilvitnunum.

Tilvísunin þarf að vísa lesanda á fulla skráningu heimildarinnar í heimildaskrá. Heimildaskrá er að finna aftast í hverju verki.

Lesmál- Tilvitnanir í APA staðli
Mynd sem sýnir tilvitnanir. Tilvitnun í orðalag er afmerkt með gæsalöppum. Stundum er nauðsynlegt að hafa blaðsíðutal en stundum ekki. Tilvitnun í efni getur sleppt gæsalöppum.
Mynd af manneskju að taka bækur af hillu
""
Mynd af opni bók.
Lesmál- Tilvitnanir í APA staðli
Mynd af tengdum kössum sem sýnir efnisgrein. Dæmi er efnisgrein um fasrímanotkun ungmenna. Fyrst er minnst á að notkunin breytist eftir aldri, svo er skipt upp í aldurshópa og þeir bornir saman. Loks er dregin niðurstaða.
Mynd af nemanda að fá ráðleggingu.
Mynd af opni bók.
Mynd af manneskju að taka bækur af hillu
""
""
Mynd af stiga yfir á aðra hæð bókasafns
Mynd af hillum í bókasafni
Bókasafnsverðir lesa yfir texta.
""
Share