Dæmi um skráningu heimilda - APA

Sniðið sem gefið er upp vísar til þess hvernig á að skrá viðkomandi tegund heimilda í heimildaskrá. Gefin eru upp dæmi um íslenskar og erlendar heimildir og tiltekið hvernig skrá eigi viðkomandi dæmi sem tilvísun í texta.

Tekið er mið af útgáfureglum APA og er farið eftir þeim eins nákvæmlega og hægt er miðað við íslenskar aðstæður. Athugið að víða er vísað í aðra hluta vefjarins til að nálgast nánari upplýsingar um ákveðnar tegundir heimilda.

Ekki er hægt að gefa dæmi um skráningu allra mögulegra heimilda. Ef hér er ekki gefið upp nákvæmt dæmi um heimild sem þarf að skrá er sniðmátunum ætlað að gefa hugmynd um hvernig slík heimild er skráð. Í þeim tilfellum skal nota það snið sem á best við fyrir viðkomandi heimild.