Töflu og myndaskrá

Ef margar töflur og myndir eru í ritgerðum er nauðsynlegt að gera töflu- og myndaskrá. Skrárnar er hægt að gera vélrænt rétt eins og efnisyfirlit en til þess þarf að merkja allar töflur og myndir með myndtexta (e. caption).

Til að merkja töflu er bendillinn settur fyrir ofan töfluna en því næst er smellt á References og Insert Caption.

 

Mynd af Insert Caption í viðmóti Word

 

 

Dæmi

Töflunni er gefið viðeigandi heiti (e. label) en númer töflunnar birtist sjálfkrafa.

Á eftir heitinu Tafla 1 er svo hægt að bæta við nafni töflunnar og öðrum upplýsingum.

Textinn sem er settur þarna kemur fram í töfluskrá.

Ef heitið Tafla kemur ekki upp þegar farið er í Label þarf að búa það sérstaklega til með því að smella á New Label.

Mynd af valmöguleikum fyrir New Label

Myndatexti töflunnar á alla jafna að koma fyrir ofan töfluna (Position).

Word gefur töflum sjálfkrafa númer og næsta tafla í skjalinu verður því Tafla 2 ef það sama er gert við hana.

Nákvæmlega sömu aðferð er beitt á myndir að því undanskildu að heitið á að vera Mynd og textinn er yfirleitt undir myndinni (Below selected item).

Ef allar myndir og töflur hafa verið merktar á þennan hátt er lítill vandi að búa til mynda- eða töfluskrá. Farið með bendilinn á þann stað í skjalinu þar sem skráin á að vera en það er oftast á eftir efnisyfirlitinu. Því næst er farið í

  • References > Insert Table of Figures.

Undir Caption label þarf að velja viðeigandi heiti eftir því hvort þið ætlið að gera töfluskrá eða myndaskrá.

Til þess að uppfæra töfluskrá eða myndaskrá er nóg að hægrismella á hana og því næst er smellt á

  • Update Field > Update Entire Table
Mynd af valmöguleikum fyrir Table of Figures