Yfirlestur

Nemendur geta keypt sér prófarkalestur eða ítarlegri yfirlestur og aðstoð við frágang áður en verkefninu er skilað. Yfirlesarar starfa á eigin vegum. Ritverið skiptir sér ekkert af vinnubrögðum eða verðlagningu en ráðleggur fólki að semja um slíkt áður en verk er hafið.

Ritverið heldur til haga skrá um fólk sem tekur að sér yfirlestur og aðstoð við lokaverkefni. Þetta fólk er allt með mikla reynslu og tekur að sér að lesa yfir greinar fyrir fræðimenn og aðra texta. Í skránni er auðkennt hvað hver og einn tekur að sér, tungumál og annað.

Ábendingar um gott fólk eru vel þegnar. Sömuleiðis er fólk beðið að láta vita ef það er óánægt með þann yfirlestur sem það hefur fengið. Við viljum vera viss um að það fólk sem við bendum á sé fyrsta flokks. Rétt er að árétta að þessir yfirlesarar starfa á eigin vegum og eru ekki á nokkurn hátt á vegum ritvers.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is