Lokaverkefni

Lokaverkefni við Háskóla Íslands eru bundin við þrjár prófgráður: Bakkalárpróf (BA, BS og B.Ed.), meistarapróf (MA, MS og M.Ed.) og doktorspróf (Ph.D.).

Lokaverkefni á hverri námsbraut hefur sérstakt námskeiðsnúmer í kennsluskrá og þar má finna lýsingar á námskröfum, markmiðum og tilhögun náms (sjá í Uglu).

Nemendur sem hyggjast hefja vinnu við lokaverkefni, skulu skrá sig sérstaklega hjá nemendaskrá og fá þá aðgang að kennsluvef (Uglu/Múðlu), sem er sameiginlegur vettvangur kennara og stúdenta til umræðu og leiðsagnar.

Nemendur sem vinna að lokaverkefni til prófgráðu, skulu fylgja ákveðnum reglum um gerð verkefnis, vinnuferli og endanlegan búning. Þessar reglur og önnur fyrirmæli má finna á sérstökum vefsíðum, ýmist á opnum vef skólans eða á uglu.

Frekari upplýsingar

Skil í Turnitin og Skemmu

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is