Heimildir

Fræðileg skrif byggja á heimildum sem höfundar finna, meta, vinna úr og skrá í heimildaskrá. Hér er að finna leiðbeiningar um þá þætti fræðilegra skrifa sem snúa að leit að heimildum, úrvinnslu og skráningu þeirra í heimildaskrá.

Um flesta þætti heimildavinnu er fjallað á örnámskeiðum og vinnustofum ritveranna.

Orðabækur og aðrar handbækur á neti

Vefbókasafn Snöru. Allmargar orðabækur á íslensku og nokkrum öðrum tungumálum. Leitarvél á forsíðu leitar að orðum í vefbókunum. Yfirleitt almennur orðaforði, ekki sérfræðiorð. Aðgangur gegnum áskrift eða á Háskólanetinu.

Orðabankinn er rafrænt safn íðorða, sérfræðiorða í mörgum greinum, sem iðulega eru ekki skýrð í almennum orðabókum. Unnt er að leita að íslenskum og erlendum orðum. Aðgangur opin öllum, alls staðar.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is