Viðtalsfundir

Viðtalsfundir standa til boða öllum stúdentum Háskóla Íslands, með allar tegundir verkefna, í grunnámi eða framhaldsnámi, staðnemum og fjarnemum. Fundirnir eru ýmist í ritverinu í Stakkahlíð, Þjóðarbókhlöðu eða á Skæp. Þeir sem mögulega geta mætt á viðtalsfund í ritverinu ættu að notfæra sér það.

Sjá auglýsta opnunartíma.

Fundir í Þjóðarbókhlöðu eru samvinnuverkefni ritvers Menntavísinda- og Hugvísindasviðs. Allir ráðgjafar ritvers Mvs taka líka á móti fólki á Skæp.

Framboð viðtalsfunda fylgir eftirspurn. Við auglýsum viðtalsfundi þrjár vikur fram í tímann á bókunarvefnum og reynum að fjölga fundum ef auglýstir fundir fyllast. Hafið samband ef þið finnið ekki tíma sem ykkur hentar.

Bóka viðtalsfund í ritveri Menntavísindasviðs

Til að bóka fund á Skæp (Skype)

  1. Þið byrjið á að velja staðsetninguna Skæp
  2. Þið veljið þá tegund fundar sem á við ykkur, og veljið tíma
  3. Skráið allar umbeðnar upplýsingar svo unnt sé að hafa samband í pósti eða síma

Til að ná sambandi á Skæp

  1. Betra er að vera í tölvu en í pöddu.
  2. Sendið ritverinu vinarbeiðni. Skype-heiti ritvers er ritver.menntavisindasvids, (til vara: ritver.menntavisindasvids1)
  3. Hafið samband á Skæpinu á tilsettum tíma. Hringið í símanúmer okkar ef ráðgjafi svarar ekki.
  4. Hafið verkefnið opið og tilbúið áður en samtal hefst.
  5. Þið sýnið ráðgjafa textann með því að velja "Share screen" (undir plúsnum neðst á skjánum fyrir miðju).
  6. Annar möguleiki er að senda ráðgjafa skjalið í upphafi fundar á netfang ritvers, ritvermvs@hi.is.

Verið velkomin!

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is