Röð heimilda

Heimildaskrá er raðað í stafrófsröð eftir nöfnum höfunda.

Íslenska höfunda skal skrá þannig að skírnarnafnið kemur fyrst, svo eftirnafnið og miðast röðunin við skírnarnafnið.

Erlendir höfundar eru skráðir með eftirnafn á undan skírnafnafni. Nöfn annarra höfunda sömu heimildar eru skráð með fornafni á undan eftirnafni.

Ef höfundar er ekki getið og heimild skráð á ritstjóra ræður nafn fyrsta ritstjóra röð heimilda og er því skráð með eftirnafn á undan fornafni.

Dæmi

Heimild eftir einn höfund fer á undan heimild sem höfundur skrifar með öðrum höfundum.

 

Dæmi

Kogan, Herman. The First Century: The Chicago Bar Association, 1874–1974. Chicago: Rand McNally, 1974.

Kogan, Herman og Lloyd Wendt. Chicago: A Pictorial History. New York: Dutton, 1958.

Ef um er að ræða tvær eða fleiri heimildir þar sem fyrsti höfundur skrifar með fleiri höfundum fer stafrófsröð eftir eftirnafni annars höfundar.

Ef fyrstu tveir höfundar eru þeir sömu ræður eftirnafn þriðja höfundar stafrófsröð og svo koll af kolli. Seinni höfundar eru samt sem áður skráðir með fornafni á undan eftirnafni.

 

Dæmi

Brooks, Daniel R. og Deborah A. McLennan. The Nature of Diversity: An Evolutionary Voyage of Discovery. Chicago: University of Chicago Press, 2002.

Brooks, Daniel R. og E. O. Wiley. Evolution as Entropy. 2. útgáfa. Chicago: University of Chicago Press, 1986

Í fyrri útgáfum Chicago var mælt með notkun svokallaðs „3-em dash“ eða „þrefalt þankastrik“ ef um endurteknar heimildir eftir sama höfund er að ræða. Chicago mælir nú gegn því.

Ef margar heimildir hafa sama höfund, höfunda eða ritstjóra stjórnar titill heimildar því hvar hún raðast í heimildaskrá. Þá er ekki tekið tillit til óákveðins greinis, the, a og an, í ensku.

 

Dæmi

Ginger, Ray. The Bending Cross: A Biography of Eugene Victor Debs. New Brunswick, NJ: Rutgers University Press, 1949.

Ginger, Ray. Six Days or Forever? Tennessee v. John Thomas Scopes. Chicago: Quadrangle Books, 1969.

Monmonier, Mark. Coast Lines: How Mapmakers Frame the World and Chart Environmental Change. Chicago: University of Chicago Press, 2008.

Monmonier, Mark. From Squaw Tit to Whorehouse Meadow: How Maps Name, Claim, and Inflame. Chicago: University of Chicago Press, 2006.

Mulvany, Nancy C. „Copyright for Indexes, Revisited.“ ASI Newsletter 107 (nóvember–desember 1991): 11–13.

Mulvany, Nancy C, ritstj. Indexing, Providing Access to Information – Looking Back, Looking Ahead: Proceedings of the 25thAnnual Meeting of the American Society of Indexers. Port Aransas, TX: American Society of Indexers, 1993.

Mulvany, Nancy C. „Software Tools for Indexing: What We Need.“ Indexer 17 (október 1990): 108–13.