Viðburðir

Námskeið og fræðslufundir

Ritverið skipuleggur fræðslufundi og námskeið um ýmsa þætti fræðilegra skrifa í samstarfi við bókasafn Menntavísindasviðs og Ritver Hugvísindasviðs.

Smellið á Dagskrá vorsins

Meðal efnis fræðslufunda ritvers og bókasafns Menntavísindasviðs:

  • Heimildaleit og notkun gagnagrunna
  • Notkun EndNote Web
  • Skráning og meðferð heimilda samkvæmt reglum APA
  • Skilvirk notkun ritvinnslu í stórum verkefnum
  • Bygging fræðilegra ritsmíða
  • Málnotkun í fræðilegum skrifum
     

Vinnustofur

Ritver Mvs skipuleggur röð vinnustofa fyrir stúdenta á Mvs með meistaraverkefni í smíðum. Vinnustofurnar eru á þriggja vikna fresti og eru öllum opnar. Þar deila höfundar reynslu og fá fræðslu og aðstoð með það sem fyrir liggur hverju sinni.

Þeir sem hafa áhuga geta skráð sig á sérstökum skráningarhlekk eða sent tölvupóst á ritverið (ritver@hi.is).

Verkefnavaka 2020

Verkefnavakan 2020 verður haldin í Þjóðarbókhlöðu fimmtudaginn 19. mars kl. 17-21.

Verkefnavaka hefur verið haldin í mars á hverju ári frá 2013. Síðast var vakan haldin í Þjóðarbókhlöðu frá kl. 18 til 22. Þá voru allir starfsmenn ritveranna á vakt og námskeið og vinnustofur í hverju horni.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is