Verkefnavaka

Verkefnavaka 2020

Þjóðarbókhlöðu, fimmtudaginn 19. mars kl. 17-21

Upplýsingaþjónusta Lbs-Hbs: Aðstoð við heimildaleit og annað

Lón – fyrirlestrarsalur: EndNote og EndNote web

Sel – Kennslustofa: Shut-up-and-write skrifað í þögn í 50 mín

Örk - Fundarherbergi: Heimildaskráning APA og Chicago

Vík – Fundarstofa: Náms- og starfsráðgjöf

Ritver: Aðstoð við fræðileg skrif, sniðmát og frágang

kl. 19:00 – 19:30 verður boðið upp á jóga og hressingu

---

Verkefnavaka 2017
- gegn frestunarpest og ritkvíða

Þjóðarbókhlöðu, fimmtudaginn 16. mars 2017 kl. 17-22

DAGSKRÁ VÖKUNNAR 2017

Á verkefnavöku gefst nemendum kost á að vinna að verkefnum sínum eina kvöldstund í góðum félagsskap. Fjölmargar vinnustofur í gangi og örnámskeið, ráðgjafar ritvers og bókasafns ásamt námsráðgjafa eru til taks og miðla góðum ráðum. Við hvetjum alla stúdenta, en einkum þá sem eru með lokaverkefni í smíðum, að nota þetta einstaka tækifæri til að koma skriði á verkefnið.

---

2016

Verkefnavaka haldin í Þjóðarbókhlöðu í samvinnu beggja ritvera og bókhlöðunnar.
Dagskrá verkefnavöku 2016.

2015

Verkefnavaka aftur haldin í Stakkahlíð og með svipuðu sniði og áður með fjölbreyttum vinnustofum og jafningjaráðgjöf.
Dagskrá verkefnavöku 2015

2014

Þetta árið var verkefnavaka haldin á Háskólatorgi og nú hafði Ritver Hugvísindasviðs tekið til starfa og tók þátt í viðburðinum. Líkt og árið áður var boðið upp á fjölbreyttar vinnustofur og ráðgjafar beggja ritvera tóku á móti fyrirspurnum og svöruðu fyrirspurnum samnemenda sinna.

2013

Fyrsta verkefnavaka ritvers Menntavísindasviðs var haldin í húsnæði Háskóla Íslands við Stakkahlíð. Viðburðurinn tóks vel og var boðið upp á ýmislegt bæði til gagns og gamans, má þar nefna vinnustofur, ljóða- og smásögukeppni, auk þess sem jafningjaráðgjafar ritvers svöruðu fyrirspurnum annarra nemenda. Meira um vökuna HÉR.

Verkefnavaka hefur verið haldin árlega síðan. Þeir sem stóðu að fyrstu verkefnavökunni voru: Menntavísindasvið, ritver Mvs, bókasafn Mvs, og Náms- og starfsráðgjöf Háskólans, í samvinnu við Kennslumiðstöð.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is