Verk- og rannsóknaráætlun

Áður en stúdentar ráðast í að semja lokaverkefni sitt þurfa þeir að gera áætlun um framvindu verksins, undirbúning, rannsóknir, skrif og skil á einstökum verkþáttum. Áætlunin er gerð í samráði við leiðsögukennara.

Á vef Menntavísindasviðs eru leiðbeiningar og eyðublöð fyrir lokaverkefni í hverri deild. Þar má einnig finna allar dagsetningar fyrir skil á einstökum verkþáttum gagnvart skrifstofu skólans.

Á síðum um ritgerðir og lokaverkefni í hverri deild má finna allar upplýsingar,  eyðublöð og dagsetningar.

Á síðu hverrar deildar veljið þið hlekkina Framhaldsnám eða Grunnnám. Upplýsingar um grunnnám eru á opnum vef en upplýsingar um framhaldsnám eru á innri vef Uglu. Til þess að komast inn á hann þurfa notendur að vera skráðir í Háskólann.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is