Um okkur

Ritverið og starfsemi þess hefur verið kynnt á fundum með ýmsum áhugahópum og skrifaðar hafa verið greinar og meistaraverkefni um starfsemina. Hér að neðan eru sýnishorn frá kynningarfundum og skrá um greinar og ritgerðir sem skrifaðar hafa verið um okkur.

Stutt yfirlit um ritver Mvs, sögu þess, hlutverk og starfsemi (bæklingur)

Kynningarfundir

Stuðningur ritvers við meistaranema: Viðtalsfundir, námskeið og vinnustofur. (Upptaka og Glærur) .
Kynning á hádegisfundi fastanefndar um meistaranám á Mvs 9. febrúar 2015.

Samstarf við kennara um stuðning við námskeiðsverkefni
Í samráði við kennara getur ritverið veitt stúdentum verulegan stuðning og ráðgjöf við gerð viðamikilla námskeiðsverkefna. Þátttaka ritvers getur létt miklu álagi af kennurum og skilað betri verkefnum. Á meðfylgjandi glærum er þessari samvinnu lýst nánar, frá maí 2013.

Greinar um ritver Menntavísindasviðs

Baldur Sigurðsson. (2011). Ritver og bókasafn - ást við fyrstu sýn? Bókasafnið 35, 4-8.

Baldur Sigurðsson. (2011). Ritver á Menntavísindasviði - nýjung á Íslandi. Skíma 34(1). Sótt af http://modurmal.is/pdf/skima2011.pdf

Baldur Sigurðsson. (2012). Ritver á Menntavísindasviði - stuðningur við fræðileg skrif. Erindi á málvísindakaffi Íslenska málfræðifélagsins 20. apríl 2012.

Baldur Sigurðsson. (2015). Skýrsla um verkefnið Jafningjaráðgjöf og jafningjastuðningur við skrifleg námskeiðsverkefni, sem styrkt var af kennslumálanefnd árið 2013 [skýrsla til kennslumálanefndar].

Jóhanna Guðríður Ólafsson. (2015). „Í ritverinu fær maður fræðilegri aðstoð.“ Starfendarannsókn jafningjaráðgjafa. Lokaverkefni til M.Ed.-prófs, Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Sótt af: http://hdl.handle.net/1946/23234

Martyn, L. (2014). The University of Iceland's Ritver: Exploring the influence of American academics through a global Englishes perspective. Lokaverkefni á námskeiði í DePaul University, Chicago. (Center for writing-based learning).

Sigrún Tómasdóttir. (2015). Tjaslað og baslað. Fræðileg skrif háskólanema og jafningjaráðgjöf í ritveri. Lokaverkefni til MA-prófs, Menntavísindsviði Háskóla Íslands. Sótt af: http://hdl.handle.net/1946/23279

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is