Turnitin

Flestir háskólar á Íslandi hafa tekið sig saman um að nota hugbúnanðinn Turnitin (Skilvindu (?)) til varnar ritstuldi. Ritverk má leggja inn í heilu lagi í þar til gert skilahólf og þá kannar forritið hvort einhverjir hlutar textans eru til annars staðar.

Leitað er á öllum opnum vefjum netsins, auk þess sem samið hefur verið um aðgang að ýmsum lokuðum vefjum tímarita, gagnagrunna og bókasafna. Hér á landi hefur Turnitin aðgang að gagnagrunnum Skemmu, Hirslu, Bónda (bondi.is) og Tímaritum (tímarit.is).

Hvað er Turnitin?

Turnitin er hugbúnaður til varnar ritstuldi og gerir kleift að bera innsent efni saman við gagnasafn með:

  • Meira en 20 milljörðum vefsíðna
  • Meira en 100 milljónum verka úr tímaritum og rafrænum gagnasöfnum
  • Meira en 220 milljónum nemendaverka (meira en helmingur ritstuldar nemenda er talinn úr verkum annarra nemenda)

Hvernig vinnur Turnitin?

Verk höfundar er sett inn í Turnitin. Forritið býr til skýrslu um samsvörun verksins við texta á vef og í gagnagrunnum. Skýrslan sýnir í prósentum hvernig verkinu ber saman við aðrar heimildir og vísar á þær.

Hvernig nota kennarar Turnitin?

Kennarar hafa um tvær leiðir að velja:

Gegnum Múðlu (Moodle) í skólum sem hana nota – Kennari býr til sérstakt skilahólf, „Turnitin Assignment“, á Múðlunámskeiði.  Stúdent skilar verkefni í hólfið en kennari og stúdent, ef svo ber undir, hafa aðgang að skýrslunni.

Beint inn í Turnitin – Kennarar fá aðgang að heimasíðu Turnitin (http://www.turnitin.com) og stofna þar námskeið. Sigurður Jónsson (sigjons@hi.is) sér um að opna kennurum þennan aðgang.

Nánari upplýsingar um Turnitin:

RHÍ fréttir, 48, desember 2011, bls. 6-7.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is