Samvinna við ritver

Samvinna ritvers og kennara um verkefni á námskeiðum er í meginatriðum þrenns konar:

  1. Hvatning án skyldu
  2. Samstarf án yfirlestrar
  3. Samstarf með yfirlestri

Auk þess hafa ráðgjafar ritvers verið fengnir til að stýra hópumræðum þegar unnið er að undirbúningi verkefna á námskeiðum. Á meðfylgjandi glærum er þessari samvinnu lýst nánar (frá kynningu í maí 2013).

Hafið samband ef þið leggið fyrir umtalsvert skriflegt verkefni á námskeiði. Nemendur skila betri verkefnum með aðkomu ritvers.

Um aðstoð ritvers við samningu verkefna

Kennarar geta leitað til ritvers um ráðgjöf um það hvernig unnt er að nota skrifleg verkefni til náms og námsmats.

Aðstoð við kennara og fræðsla til þeirra byggist á náinni samvinnu við kennslumiðstöð. Ritverið fagnar því ef kennarar hafa samband til að ræða notkun skriflegra verkefna á námskeiðum, skilgreiningar þeirra og markmið. 

Ef kennarar hefðu hug á fræðslufundi, umræðufundi eða að hrinda af stað þróunarverkefni um þetta efni væru allar ábendingar og uppástungur um það vel þegnar. 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is