Samstarf

Í samstarfi við ýmsa aðila og stofnanir sem starfa innan Háskóla Íslands vinnur ritverið að því að efla sjálfstæðum vinnubrögðum nemenda og styður við kennara í að gera kröfur og meta ritsmíða.
 

Helstu samstarfsaðilar ritvers eru:

Bókasafn Menntavísindasviðs
Sérfræðisafn á sviði kennslu, uppeldis, umönnunar og þjálfunar. Samstarf um fræðslu og ráðgjöf á sviði upplýsingalæsis og fræðilegra skrifa.

Menntasmiðja
Veitir nemendum og starfsfólki Menntavísindasviðs margháttaða þjónustu, einkum er lýtur að allri notkun tölvu- og upplýsingatækni. Ritver hefur samvinnu við menntasmiðju um notkun og kynningu hugbúnaðar sem léttir fólki störfin við að skrifa.

Ritver Hugvísindasviðs
Hóf starfsemi í janúar 2014 og býður upp á  viðtalsfundi og námskeið tengd ritun og ritgerðasmíð. Ritver Hugsvísindasviðs er til húsa á  Nýja-Garði og stendur að sameiginlegri ráðgjöf ritveranna í Þjóðarbókhlöðu.

Landsbókasafn -- Háskólabókasafn
Ritverin reka sameiginlega ráðgjöf við fræðileg skrif í Þjóðarbókhlöðu og hafa margháttað samstarf um hvers konar fræðslu og námskeið.

Kennslumiðstöð Háskólans
Veitir kennurum Háskólans faglega aðstoð við þróun kennsluhátta.

Miðstöð framhaldsnáms
Hefur umsjón með skipulagi og framkvæmd framhaldsnáms við Háskólann, einkum doktorsnámi.

Fastanefnd um meistaranám á Menntavísindasviði
Hefur umsjón með skipulagi meistaranáms á sviðinu og fylgist með lokaverkefnum.

Kennarar á menntavísindasviði
Tekur þátt í hvers konar samstarfi með kennurum sviðsins og annarra sviða. Veitir til dæmis aðstoð við yfirferð verkefna og tekur þátt í fræðslu fyrir nemendur um ýmsa þætti fræðilegra skrifa.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is