Ritun í námi

Notkun skriflegra verkefna í kennslu skiptir miklu fyrir nám nemenda og hæfni þeirra til að fjalla um viðfangsefni námsins. Ritverið er alltaf reiðubúið til að aðstoða kennara við skilgreiningu skriflegra verkefna, leiðsögn, endurgjöf og mat. Vinsamlegast hafið samband.

Á þessari síðu er hugmyndin að fjalla um stefnur og hugmyndafræði um ritunarkennslu annars vegar og að nota ritun til náms hins vegar.  Síðan er í vinnslu. Hér er stuttlega fjallað um tvær miklar hreyfingar í kennslu ritunar, ritun í öllu námi (e. writing across the curriculum) og ritun í öllum greinum (e. writing in the disciplines).

Vísað er á erlendar síður um nánari umfjöllun.

Ritun í öllu námi

Skrifað í öllu námi, RÖN (e. Writing across the curriculum, WAC), er stefna um nám sem rutt hefur sér mjög til rúms á Vesturlöndum undanfarin ár. Meginatriði stefnunnar er að nota skrifleg verkefni og hvers konar ritun markvisst í öllu námi til að stuðla að  auknum skilningi nemenda á viðfangsefnum sínum og færni til að miðla þekkingu sinni. Stefnan nær til allra skólastiga en um framkvæmd stefnunnar á háskóálastigi má sjá til dæmis vef Richmond-háskóla í Virginíu.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is