Námskeiðslýsingar

Skipulag kennslu felur í sér margháttaðan undirbúning. Hér verður fyrst og fremst fjallað um þann þátt í undirbúningi sem lýtur að skriflegum verkefnum. Á öðrum stað er fjallað um yfirferð og mat verkefna.

Stúdentar á Menntavísindasviði þurfa meðal annars að semja:

  • Ritgerðir
  • Rannsóknarskýrslur
  • Kennsluáætlanir
  • Þankagreinar
  • Kynningar á efni greina eða bóka
  • Greingargerðir um störf á vettvangi 

Vandi er að skilgreina verkefni þannig að markmið séu ljós og hve mikil vinna á að liggja að baki. Með þátttöku Háskóla Íslands í Bologna-ferlinu svokallaða er allt nám metið til námseininga (ects). Einingarnar eru mælikvarði á vinnu stúdenta í náminu, við einstök námskeið og við einstök verkefni.

Leiðbeiningar um gerð skriflegra verkefna má finna á vefnum Assignment Brief Design.
 

Áætlun um vinnu stúdenta

Baldur Sigurðsson (2011) hefur fjallað um ECTS-kerfið, hvernig það er hugsað, hvað einingarnar tákna og hvaða áhrif stærð námskeiða hefur á skipulag þeirra og á skipulag skólaársins. Sjá Mæling náms í ektum - undirstaða gæðastarfs. Ráðstefnurit Netlu – Menntakvika 2011. Baldur hefur kynnt efnið á fjölmörgum fundum og námskeiðum fyrir háskólakennara með þessum glærum (frá 2016).

Unnt er að gera sér hugmynd um hversu mikið má leggja á stúdenta af lesefni og verkefnum með því að styðjast við reiknilíkön. Hér fylgir eitt slíkt líkan: Excel-reiknilíkan með skýringum. Vinsamlegast lesið skýringarnar áður en þið notið reiknilíkanið.

Hin hlið undirbúnings er að skilgreina markmið eða hæfniviðmið í námskeiðslýsingum og undir það falla lýsingar á skriflegum verkefnum.

Guðrún Geirsdóttir hefur tekið saman leiðbeiningar um hæfniviðmið fyrir kennara Háskólans.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is