Mat á verkefnum

Til að auðvelda mat á verkefnum og samræma einkunnagjöf er unnt að styðjast við nokkur hjálpargögn. Hér eru kynnt tvenns konar hjálpargögn:

  • Viðmið um einkunn fyrir ákveðna tegund verkefna. Lýst er eiginleikum ritsmíðar sem búast má við að sjá miðað við tiltekna einkunn.
  • Matsrammi (e. rubrics) fyrir verkefni af ákveðinni tegund þar sem einstök atriði ritsmíðar eru metin sérstaklega. Í rammanum er skilgreint viðmið um einkunn fyrir hvert atriði.

Viðmið um einkunn

Viðmið sem þessi henta vel sem fylgiskjöl með skriflegri umsögn sem rökstuðningur fyrir einkunn. Þá er unnt að byrja umsögnina til dæmis: "Þesssi ritgerð ber flest einkenni góðu ritgerðarinnar ... "

Matsrammar

Matsatriðabankinn. Baldur Sigurðsson leggur fram tillögur að matsblöðum (e. rubrics) fyrir ólík verkefni. Matsblöð byggjast á að námsmat sé sundurliðað í ákveðin matsatriði en slíkt sundurliðað námsmat má kalla atriðamat. Baldur auðkennir sína útgáfu af atriðamati með styttingunni Amat. Til eru fjölmargar útgáfur matsblaða af þessu tagi þar sem skilgreind eru viðmið fyrir mjög misgóða frammistöðu. Á þessum blöðum eru skilgreind viðmið einungis fyrir bestu og lökustu frammistöðu. Fáein matsblöð eru hér sem sýnishorn:

Baldur kynnti matsatriðabankann í nestisspjalli kennsluráðs Mvs 27. október 2009. Lýst er bakgrunni og notkun matsatriðabankans. Lýsing á matsviðmiði felur jafnframt í sér ábendingu til nemandans hvað þarf að gera betur og hvernig.

Margir kennarar hafa nýtt sér þessa uppsetningu á námsmati. Þeirra á meðal er Jakob Frímann Þorsteinsson sem þróað hefur snjalla Excel-útgáfu. Vilji kennarar nýta þessa hugmynd að námsmati er Baldur til viðtals um gerð matsblaða sem henta hverjum og einum kennara til að meta þau verkefni sem hann notar á námskeiðum sínum.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is