Markmið

Markmið ritvers eru að:

 • Vera miðstöð þekkingar, þjónustu og rannsókna hvað varðar fræðileg skrif, bæði fyrir stúdenta og kennara
 • Styrkja stúdenta til sjálfshjálpar
 • Stuðla að því að stúdentar skrifi meira og betur um viðfangsefni sín í náminu
 • Styðja og styrkja kennara og stúdenta í að nota ritun markvisst sem leið til þekkingar
 • Styðja og styrkja kennara í að gera kröfur til ritsmíða og meta þær
 • Stuðla að rannsóknum á ritun og ritunarkennslu á öllum skólastigum

Ritverið gegnir mikilvægu þjónustuhlutverki við háskólasamfélagið, nemendur og kennara. Því er meðal annars ætlað að:

 • Taka saman og halda til haga hvers kyns upplýsingum og fróðleik um ritun á háskólastigi
 • Halda námskeið eða málstofur, almenns eðlis eða í tengslum við
  ákveðin fræðasvið, deildir eða námskeið, um allt sem viðkemur ritun á
  háskólastigi
 • Leiðbeina stúdentum einstaklingslega eða í hópum um ritsmíðar þeirra á námskeiðum og um lokaverkefni
 • Upplýsa um hjálpargögn til ritunar og rafræna gagnabrunna og leiðbeina um aðgang að þeim
 • Taka saman skilgreiningar á viðmiðum, tilgangi og námskröfum fyrir ólíkar gerðir skriflegra verkefna
 • Leggja kennurum til hjálpargögn og leiðbeiningar um mat á skriflegum verkefnum
   

Í ritveri er ekki unnt:

 • Að fá verk sitt prófarkalesið
 • Að fá verk sitt leiðrétt
 • Að fá vottorð um að ritsmíð sé í lagi
 • Að fá verkefni þýdd á annað tungumál
 • Að fá einkunn

Markmiðið er að styrkja stúdenta til sjálfshjálpar.

Ritver Mvs var  formlega opnað 30. nóvember 2009. Starfsemin fór rólega af stað fyrstu tvö árin en í janúar 2012 var unnt að ráða stúdenta til starfa sem jafningjaráðgjafa. Síðan hefur starfsemin vaxið hratt og heimsóknum fjölgað, bæði í ritverinu og á vefsíðum þess. Heimsóknir á vefi ritvers Mvs hafa nálgast 100.000 að jafnaði á ári síðan 2014, heimsóknir á viðtalsfundi fóru yfir 1000-markið árið 2015.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is