Hugbúnaður

Höfundar þurfa við skrif sín að nota ýmsan hugbúnað, bæði við skrifin sjálf og hvers kyns útreikninga að vinnslu gagna fyrir birtingu. Kennarar þurfa svo á að halda enn öðrum búnaði við störf sín, til dæmis við að kenna eða meta skrif nemenda sinna.

Hér vísum við í þrjá vefi innan Háskóla Íslands þar sem fjallað er um hugbúnað og tæknilausnir:

 • Á vef Kennslumiðstöðvar má finna margvíslegar upplýsingar um kennslu, noktun Uglu, upptökur á kennslu, fjarkennslu og mat á verkefnum og prófum. 
 • Á vef Reiknistofnunar eru kynnt forrit sem starfsmenn háskólans og stúdentar geta hlaðið niður af vef stofnunarinnar.
 • Á vef Menntasmiðju eru kynnt forrit til fjarkennslu (Moodle og AdobeConnect) og þar eru leiðbeiningar um Word og Excel.

Ritverið heldur fræðslufundi eftir atvikum og þörfum, í samráði við kennslumiðstöð Háskólans og menntasmiðju. 

Ritver Mvs og Hvs halda reglulega námskeið um

 • Ritvinnslu í Orði (Word)
 • Skráningu og meðferð heimilda í EndNote Web

Kennslumiðstöð HÍ heldur námskeið meðal annars um

 • Uglu: Kennslu- og umsjónarvef Háskóla Íslands
 • Moodle: Fjarkennsluhugbúnað sem algengastur er innan HÍ
 • Turnitin: Hugbúnað til að athuga ritstuld (kemur í stað SafeAssign)

Á síðu Reiknistofnunar má m.a. finna upplýsingar um

 • Atlas: Hugbúnað til að vinna með eigindleg gögn
 • SPSS: Hugbúnað til að vinna með megindleg gögn
 • Excel: Hugbúnað til að reikna allt mögulegt, gera töflur og línurit af ýmsu tagi.
 • Annan hugbúnað sem gagnast við kennslu, rannsóknir og samskipti
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is