Heimildaleit

Heimildaleit og mat á heimildum er stór hluti af fræðilegum skrifum sem krefst tíma og nákvæmni því erfitt getur verið að finna rétta efnið, vita hver hefur samið það eða hversu áreiðanlegt það er. Með aukinni tölvutækni hefur mikið magn upplýsinga orðið aðgengilegra en áður. Sumt af þessu efni er fullkomlega áreiðanlegt en óhjákvæmilega fylgir þessu upplýsingaflæði líka efni sem hæfir ekki fræðilegum skrifum og mikilvægt er að bera sig rétt að við leit og mat á heimildum.

Bókasafn Menntavísindasviðs er sérfræðisafn á sviði uppeldis, kennslu, umönunnar og þjálfunar. Safnið er opið öllum þótt það sé einkunn ætlað nemendum og starfsmönnum Háskóla Íslands. Bókasafnið veitir aðgang að margvíslegu rafrænu efni svosem gagnasöfnum, rafrænum tímaritum og bókum.

Í bókasafninu er veitt öll almenn bókasafnsþjónusta, til dæmis útlán, millisafnalán, upplýsingaþjónusta og aðstoð við heimildaleit. Á vefsvæði bóksafnsins er að finna leiðbeiningar um hvernig best er að bera sig að við heimildaleit.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is