Heimildaforrit

Nokkur forrit eru á markaði til að halda utan um heimildir. Fólk getur valið það forrit sem því líkar best. Sé fólk að skrifa í samvinnu við aðra getur verið heppilegt að nota sama forrit og hinir. Þrjú forrit eru algengust.

Endnote

Það forrit sem flestir starfsmenn nota á Menntavísindasviði og stutt er með námskeiðum og íslenskri kerfisviðbót. Netútgáfa færst ókeypis (EndNote Online) en skjáborðsútgáfu geta starfsmenn og stúdentar HÍ sótt á vef Reiknistofnunar.

Mendeley

Fæst sem skjáborðsforrit eða netforrit. Styður IE, Firefox, Chrome og Safari. Ókeypis útgáfa veitir 2GB rými á vef. Má hlaða niður á vefsíðu Mendeley.

Zotero

Fæst sem skjáborðsforrit eða kerfisviðbót fyrir Firefox, Chrome og Safari. Ókeypis útgáfa með 300MB rými á vef. Er opið forrit (open source) en fá má aukið geymslurými fyrir hóflegt verð. Má hlaða niður á vefsíðu Zotero.

Fjallað er nánar um rafræna heimildaskráningu og þessi þrjú forrit á vef bókasafnsins í MIT.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is