Vinnustofur fyrir meistaranema með lokaverkefni

Í vetur mun ritver Menntavísindasviðs standa fyrir vinnustofum fyrir meistaranema með lokaverkefni í smíðum. Haldnar verða fjórar vinnustofur á haustmisseri í vikum 38, 41, 43 og 47. Fyrsta vinnustofan verður haldin þann 20. september klukkan 16:00–17:30, í stofu H 001. Viðfangsefni þeirrar vinnustofu verða rannsóknaráætlanir, undirbúningur og góð ráð fyrir þá sem eru að hefja skrif rannsóknaráætlana.

Ritverið hefur stofnað Facebook hópinn "Vinnustofur lokaverkefna fyrir meistaranema á Msv." og
eru áhugasamir hvattir til að ganga í hópinn. Þar mun fara fram umræða um skrif lokaverkefna og umfjöllunarefni vinnustofa ákveðið, auk þess sem nákvæmar tímasetningar verða ákveðnar í samráði við áhugasama nemendur.

Þið getið gengir í FB-hópinn HÉR

Umsjónarmenn vinnustofanna eru:
Sigrún Tómasdóttir og Kristján Guðmundsson, ráðgjafar í ritveri Menntavísindasviðs.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is