Kynningarfundur fyrir meistaranema skráða í lokaverkefni

Stuttur kynningarfundur fyrir þá sem eru að hefja vinnu við meistaraverkefni verður haldinn á vegum ritvers og kennsluskrifstofu Menntavísindasviðs fimmtudaginn 7. september kl. 16–17 í stofu H-201, Stakkahlíð. Farið verður yfir fyrirkomulag við vinnu meistaraverkefna – það sem fram kemur á upplýsingavefnum í Uglu – og einnig kynnir ritverið það sem í boði er í vetur fyrir meistaranema.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is