Fræðileg skrif

Fræðileg skrif (e. academic writing) eru ákveðin tegund skrifa sem eru notuð af fræðimönnum og rannsakendum. Þessi tegund skrifa einkennist af hlutleysi, gagnrýninni greiningu og vel uppbyggðri og greinargóðri röksemdafærslu þar sem vísað er til verka annarra. Reynt er að komast til botns í einhverju, finna svar við spurningu eða leysa vanda með því að nota það sem þegar er vitað um efnið og draga af því ályktanir.

Hér er Rammi um fræðileg skrif (.pdf) eftir Ingibjörgu Ýri Pálmadóttur, lítill bæklingur sem lýsir í stuttu máli einstökum hlutum í byggingu fræðigreina og gefur hugmynd um hvað hver þeirra er langur.

Ert þú fær í skrifin?

Eitt af því sem fræðimenn þurfa að tileinka sér er upplýsingalæsi, leikni í að afla sér heimilda, skrá þær og vinna úr þeim. Hér að neðan getur þú prófað eigin þekkingu og leikni í þremur undirstöðuatriðum fræðilegra skrifa:

  • Upplýsingalæsi,
  • reglum APA um skráningu heimilda og
  • ritvinnslu stórra verkefna.

Smeltu hér til að byrja. Veldu Verkefnavaka og þá getur þú skráð þig til leiks.

Hvert próf tekur fimm til tíu mínútur og þú færð endurgjöf að lokum. Niðurstaða prófsins er vísbending um hvað þú þarft að gera til að eiga betra með að skrifa til árangurs í náminu. Ritver og bókasafn bjóða fræðslu um það sem á vantar, bæði hér á vefnum og í námskeiðum sem auglýst eru undir hlekknum Viðburðir á þessum vef.

Um rannsóknarspurningu og hlutverk hennar:

Baldur Sigurðsson (2006). Rannsóknarritgerð, leið til þekkingar. Hrafnaþing 3: 155-173. [Um rannsóknarspurningu og skipulag ritsmíða]

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is