Bakkalárnemar

Vinnustofur fyrir bakkalárnema á vormisseri 2019

Ritverið heldur vinnustofur fyrir bakkalárnema sem eru með lokaverkefni í smíðum í vetur. Vinnustofurnar verða haldnar

15. janúar 2019  - viðfangsefni og rannsóknarspurning

19. febrúar 2019 - heimildaleit

19. mars 2019 - uppbygging ritgerða

9. apríl 2019 - heimildaskráning og frágangur

Vinnustofur eru ókeypis og opnar fyrir alla sem eru að skrifa lokaverkefni í vor (2019). Vinnustofurnar verða haldnar frá 16:00 til 17:30 í H-001.

Bakkalárnemar geta líka fengið fræðslu og stuðning við skrifin hjá Náms- og starfsráðgjöf og hjá ritveri Hugvísindasviðs.

Náms- og starfsráðgjöf

Markmið vinnustofu er m.a. að koma nemendum í grunnnámi af stað í ritgerðarvinnunni og koma með ýmsar góðar ábendingar um vinnuferlið. Nemendur mæta einu sinni í tvær klukkustundir. Unnt er að velja um fimm skipti, frá 24. janúar til 15. febrúar, sjá nánar á síðu Náms- og starfsráðgjafar.

Ritver Hugvísindasviðs

Boðið er upp á vinnustofur fyrir nemendur sem eru að skrifa bakkalárritgerð. Vinnustofurnar eru opnar öllum nemendum Háskóla Íslands, óháð fræðasviði og námsgrein. Þær verða haldnar alls fjórum sinnum yfir misserið. Þar verður fjallað um helstu vandamál sem tengjast lokaritgerðum, t.d. efnisval, efnisafmörkun, heimildaskráningu, heimildaleit, textavinnu og fleira. Sjá nánar um vinnustofurnar á síðu ritvers Hugvísindasviðs.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is