Aðsókn að viðtalsfundum

Aðsókn að viðtalsfundum í ritveri Mvs

Á fyrsta starfsári ritvers, 2010, leituðu um 65 stúdentar til ritvers Mvs með lokaritgerð í smíðum og fengu viðtalsfund. Sumir komu oftar en einu sinni. Rætt var um allt frá rannsóknarspurningu og ritstíflu að stafsetningu og kommusetningu. Árið 2011 voru þeir tvöfalt fleiri og á árinu 2012 margfaldaðist aðsóknin með tilkomu jafningjaráðgjafar. Fjöldi heimsókna á heimasíðuna þrefaldaðist milli áranna 2011 og 2012. Árið 2013 fékk ritverið styrk frá Kennnslumálanefnd sem gerði því kleift að fjölga viðtalsfundum og taka á móti fleiri gesturm, það ár voru heimsóknir í ritverið 840 talsins. Árið 2014 var starfsemin aftur með hefðbundnu sniði og það ár voru skráðar 645 heimsóknir nemenda. Árið 2015 voru skráðir tæplega eitt þúsund viðtalsfundir, ýmist 30 eða 60 mínútur.

Frá ársbyrjun 2016 erum við í samvinnu við ritver Hugvísindasviðs um ritunarráðgjöf í Þjóðarbókhlöðu.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is